
Nemendur í Kópavogsskóla brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir fundu lirfur í hafragraut sem borinn var fram en þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjóra skólans.
„Í morgun frímínútum unglinga í dag var að venju borin fram hafragrautur fyrir nemendur,“ skrifar Guðný Sigurjónsdóttur, skólastjóri Kópavogsskóla, til foreldra og forráðamanna nemenda.
„Haframjölið var tekið úr nýopnuðum poka sem var með skráðan síðasta neysludag 6. maí 2026. Unglingar urðu varir við lirfur í grautnum og var grauturinn fjarlægur samstundis. Búið er að skoða hafrapokana sem voru notaðir og virðist þetta alfarið vera staðbundið við þennan eina poka.“
Í póstinum segir að önnur tegund af hafragraut hafi verið notuð í morgunmat yngri nemenda. Innflytjandi matvörunnar var samstundis upplýstur að sögn Guðnýjar.
„Héðan í frá verður fengið önnur tegund af haframjöli frá öðrum birgja,“ skrifar skólastjórinn að lokum.
Komment