
Kennari í grunnskólanum í Barry Town í Vermont í Bandaríkjunum hefur verið ákærður eftir að kókaín fannst í jakkavasa hans en fjölmiðlar í fylkinu hafa fjallað um málið.
Kennarinn heitir Melissa Martin og er 47 ára gömul en nemandi tilkynnti hana til lögreglu og sagði að hún væri að kenna undir áhrifum. Lögreglan mætti á svæðið og fann svo hvítt efni í vasa á jakka hennar. Við nánari skoðun kom í ljós að um kókaín var að ræða og var henni fylgt af skólalóðinni af lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku.
Lögreglan ákvað hins vegar ekki að athuga hvort kókaín fyndist í blóði hennar. Skólayfirvöld hafa sagt að þeim sé ekki kunnugt um að Martin hafi verið handtekin áður en ekkert hefur verið út hvort hún muni halda starfi sínu eða ekki.
Skólayfirvöld hafa sagt að þau muni ekki tjá sig nánar um málið og benda á lögreglu bæjarins fyrir allar frekari upplýsingar.
Komment