
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt69 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að einstaklingur, sem var í annarlegu ástandi, hafi verið ógnandi í Reykjavík. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um hávaðakvörtun og eld í ruslatunnu í miðbæ Reykjavíkur en ekkert er sagt meira frá því. Lögreglan fékk einnig tilkynningu um einstakling sem var óvelkominn í húsnæði en sá hafði komið sér vel fyrir í sófa og neitaði að fara.
Grunsamlegar mannaferðir og börn að sprengja flugelda voru helstu málin í Breiðholti.
Svo voru nokkrir ökumenn teknir fyrir að keyra of hratt eða aka undir áhrifum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment