Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er sagt frá því að tilkynnt hafi verið um aðila reyna fara inn í bifreiðar. Lögregla fann aðilann en hann hafði ekki farið inn í neina bifreið. Hann fékk tiltal frá lögreglu um að hætta þessari háttsemi.
Tilkynnt var um aðila vera kasta dóti og drasli á svalir hjá nágranna sínum. Tilkynnanda var leiðbeint um kæruferli af lögreglu.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar og fjárkúgunar. Málið í rannsókn hjá lögreglu en ekki voru veittar frekari upplýsingar um það.
Tilkynnt var um tónlistarhávaða í heimahúsi. Lögregla fór á vettvang og bað húsráðanda um að lækka.
Tilkynnt var um ölvaðan sofandi aðila á bensínstöð. Hann var vakinn af lögreglu og vísað á brott.
Þá var pari í annarlegu ástandi á hóteli vísað út af lögreglu.
Komment