Fundur Trumps bandaríkjaforseta og Pútíns Rússlandsforseta gekk ekki sem skyldi og fátt markvert kom þar fram
Engin afgerandi niðurstaða fékkst á fundi leiðtoganna Donalds Trumps og Vladimírs Pútíns þrátt fyrir ágætar vonir fyrirfram.
Fundurinn var mun styttri en reiknað hafði verið með en þetta var fyrsti fundur Trumps og Pútíns síðan í Finnlandi árið 2018.
Allar vonir um að árásarstríði Rússa gegn Úkraínu myndi ljúka um helgina fóru út í veður og vind.
Trump og Pútín töluðu í um þaðbil tíu mínútur á blaðamannafundinum; gáfu þá báðir til kynna að framfarir hefðu orðið í samræðum þeirra.
„Við náðum ekki alveg þangað,“ sagði Trump þegar staðan var orðin ljós og að ekki hefði náðst friðurarsamningur á milli ríkjanna tveggja, Rússlands og Úkraínu.
Pútín sagði fundinn vera sem upphafið á lausn Úkraínudeilunnar og að hann væri fullur áhuga á því að ljúka árásarstríði Rússa gegn Úkraínu.
Donald Trump sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og að hann væri bjartsýnn á framhaldið.
„Því miður er enginn samningur fyrr en samið verður,“ sagði Trump og lauk svo máli sínu með því að segja að hann reiknaði með því að hitta Pútín á aftur á slíkum fundi og sagði að lokum:
„Næst hittumst við í Moskvu.“
Komment