
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælum fyrir framan utanríkisráðuneytið á morgun klukkan 14:00. Mótmæla á þjóðarmorði Ísraela á Gaza og þeirri hungursneyð sem þar ríkir nú af mannavöldum.
„Ef hungursneyðin sem Ísrael hefur beitt Gaza í meira en 3 mánuði er ekki stöðvuð NÚNA munu þúsundir deyja úr hungri.“ Þannig hefst viðburðarlýsing félagsins um mótmælin. Svo heldur textinn áfram:
„DAGLEGA myrðir Ísrael meira en 100 Palestínumenn á Gaza. DAGLEGA myrðir Ísrael heila skólastofu af börnum.
DAGLEGA myrðir Ísraelsher fólk sem er að reyna að ná í mat til að bjarga lífi fjölskyldu sinnar.
ÞETTA ER ÚTRÝMINGARHERFERÐ.
ÞAÐ VERÐUR AÐ BREGÐAST VIÐ STRAX.“
Eins og áður segir verða mótmælin við utanríkisráðuneytið við Reykjastræti 8 klukkan 14:00 á morgun. Kröfur mótmælenda eru eftirfarandi:
„Við krefjumst aðgerða umfram yfirlýsingar, við krefjumst þess að stjórnvöld geri það sem er siðferðislega rétt, ekki það sem hentar þeim til að styggja ekki þjóðarmorðsríkið. Sjáumst þar!“
Komment