Mjölnir MMA ehf., sem heldur utan um rekstur Mjölnis bardagaíþróttafélags, tapaði 26 milljónum króna í fyrra en Viðskiptablaðið greindi frá þessu.
Það er þó bæting frá 2023 þegar félagið tapaði 43 milljónum króna en neikvætt eigið fé félagsins í lok 2024 var 118 milljónir króna. Tekjur félagsins jukust og námu 215 milljónum.
Einn af eigendum félagsins er bardagakappinn Gunnar Nelson en hann hefur á undanförnum 15 árum verið einn af þekktustu íþróttamönnum Íslands. Meðal annarra eigenda eru meðal annars Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Dean Nelson og Róbert Wessman.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment