1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

4
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

5
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

6
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

7
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

8
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

9
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

10
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Til baka

Mikill seiðadauði setti mark sitt á afkomu Kaldvíkur

Gengisáhætta sögð meðal helstu áskorana í rekstrinum.

Fiskeldi
Fiskeldi í sjó.Árskýrsla Kaldvíkur er komin út.
Mynd: iStock/MariusLtu

Verulegur afföll urðu á seiðum sem sett voru í eldiskvíar Kaldvíkur í Fáskrúðsfirði síðasta haust og hefur það haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þrátt fyrir margföldun rekstrartekna skilaði fyrirtækið neikvæðri afkomu eftir afskriftir á síðasta ári. Sagt er frá málinu á Austurfrétt.

Í ársskýrslu Kaldvíkur, sem samþykkt var á aðalfundi í gær, kemur fram að tekjur hafi hækkað úr 5,8 milljörðum króna árið 2022 í 15,7 milljarða í fyrra, einkum vegna aukinnar framleiðslu. Slátrað var tæpum 15.000 tonnum af laxi, sem er um 4.400 tonnum meira en árið á undan. Árið 2022 glímdi fyrirtækið við ISA-veiru, sem krafðist snemmslátrunar, en árið 2023 hafði bólusetning gegn veirunni verið tekin upp að fullu.

Afkoman fyrir skatta og afskriftir var jákvæð um þrjá milljarða króna, en hagnaður eftir skatta og afskriftir námu 1,3 milljörðum, samanborið við 408 milljónir árið áður.

Hins vegar breytist myndin þegar tekið er tillit til líffræðilegra eigna, einskiptiskostnaðar og fiskeldisgjalda. Þá nemur tap félagsins 1,3 milljörðum fyrir skatta og afskriftir, og 2,9 milljörðum eftir þær. Árið áður var hagnaður 2,5 milljarðar á sama grunni. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 2,2 milljarða, sem þó er betri staða en árið áður þegar það var neikvætt um rúmlega sex milljarða.

Afskrifuðu 3,5 milljarða vegna seiðadauða

Mesta áhrifin virðast koma frá dauða seiða í nóvember síðastliðnum. Samkvæmt skýrslunni tafðist útsetning þeirra vegna ofmettunar, og versnuðu veðurfarsaðstæður að auki. Niðurstaðan var að 1,2 milljónum færri seiða var komið í sjó en áætlað hafði verið, sem leiddi til 3,5 milljarða afskrifta.

Vegna þessa er ávinningur af bólusetningunni gegn ISA-veirunni ekki farinn að skila sér að fullu. Fram kemur að fram til þessa seiðadauða hafi afföll verið undir meðaltali í greininni í Noregi. Seiðadauðinn hefur einnig áhrif á framleiðsluspá, reiknað er með að 3.500 tonnum minna verði slátrað á þessu ári, en samtals er gert ráð fyrir að framleiðsla verði 21.000 tonn.

Matvælastofnun hefur kært málið til lögreglunnar á Austurlandi þar sem grunur leikur á að útsetning seiðanna hafi brotið gegn dýraverndarlögum. Málið er til rannsóknar.

Nýtt nafn, nýtt skipulag

Árið 2023 var einnig ár breytinga hjá Kaldvík. Fyrirtækið fékk nýtt nafn í stað Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og var skráð í íslensku Kauphöllina. Nýr framkvæmdastjóri, Roy-Tore Rikardsen, tók við af Guðmundi Gíslasyni sem nú stýrir sölusviði.

Kaldvík eignaðist sláturhús og kassaverksmiðju á Djúpavogi, sem styrkir stöðu fyrirtækisins í virðiskeðjunni. Þar var tekin í notkun ný slægingarvél.

Fyrirtækið stundar eldi í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, auk þess sem það á leyfi á Stöðvarfirði sem ekki hefur verið virkjað. Einnig hefur það sótt um leyfi á Seyðisfirði og segir í skýrslunni að undirbúningur og fjárfestingar séu þegar hafnar, þrátt fyrir að leyfið hafi ekki enn fengist.

Gengi krónunnar veldur áhættu

Í skýrslunni er gengisáhætta sögð meðal helstu áskorana í rekstrinum. Tekjur eru að mestu í evrum og dollurum en kostnaður í íslenskum krónum. Félagið gerir upp í evrum.

Í lok árs störfuðu 207 hjá Kaldvík, þar af voru um 25% konur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins
Heimur

Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn
Heimur

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær
Myndband
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar
Heimur

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu
Innlent

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

„Ég kann enga sérstaka skýringu á þessu en tímarnir hafa auðvitað breyst.“
„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell
Myndband
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

Loka auglýsingu