
Fyrirtækið NTC tapaði 90 milljónum króna á árinu 2024 en Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
NTC rekur fjölmargar verslanir og má nefna Kultur, Smash og Gallerí Sautján sem dæmi en tapið skýrt að stórum hluta vegna bruna- og vatnstjóns sem fyrirtækið varð fyrir í Kringlunni í fyrra en árið undan hafið fyrirtækið hagnast um 27 milljónir.
Forstjórinn Svava Johansen, oft nefnd Svava í Sautján, lét hafa eftir sér í fyrra að um væri að ræða stærsta tjón í sögu fyrirtækisins.
„Ég var í vinnuferð og hélt þetta væri bara eitthvað lítið. Svo kom ég heim í gærkvöldi og fór beint hingað upp í Kringlu og var hér í alla nótt. Þetta var bara, þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var bara skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð svona tvo metra fyrir framan sig,“ sagði Svava um brunann við Vísi.
„Eignir NTC voru bókfærðar á tæpan einn milljarð króna í lok síðasta árs og eigið fé var um 376 milljónir. Félagið hyggst greiða út arð að fjárhæð 50 milljónir króna í ár,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins.
Komment