1
Pólitík

Þórhildur Sunna kallar Stefán Einar „illgjarnt hrekkjusvín“ með „myglað innræti“

2
Heimur

Systir Michael Madsen opnar sig um skyndilegt andlát hans

3
Heimur

Samfélagið slegið eftir árás á rólegan hverfiskött á Kanarí

4
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

5
Innlent

Nítján ára ferðamaður látinn eftir göngu við Svínafell

6
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

7
Heimur

Ísrael vill „land án fólks“ segir sérfræðingur

8
Innlent

Slagsmálahundur réðist á lögreglubifreið

9
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

10
Heimur

„Einfaldi búddamunkurinn“ Dalai Lama fagnar 90 ára afmæli sínu

Til baka

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

„Bandaríkin daðra við einræði“

Michael Douglas
Michael DouglasDouglas stendur ekki á skoðunum sínum
Mynd: MICHAL CIZEK / AFP

Stórleikarinn Michael Douglas lét til sín taka á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi þar sem hann heiðraði 50 ára afmæli kvikmyndarinnar One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Þar nýtti hann tækifærið til að vara við stöðu lýðræðis, bæði í Bandaríkjunum og á heimsvísu.

„Lýðræði er dýrmætt og viðkvæmt og það þarf stöðugt að verja það,“ sagði Douglas og bætti við að Bandaríkin væru þessa dagana að „daðra við einræði, líkt og fleiri vestrænar lýðræðisþjóðir“.

Douglas kom einnig inn á persónuleg málefni og sagði meðal annars frá baráttu sinni við hálskrabbamein. Hann greindi frá því að hann hafi verið greindur með stig 4 krabbamein og hefði þurft geislameðferð sem heppnaðist, en aðgerðir hefðu getað þýtt að hann missti málið og hluta af kjálkanum. „Það hefði takmarkað mig sem leikara, en ég átti í raun ekki margar leiðir,“ sagði hann.

Douglas, sem er orðinn 80 ára, sagði að hann hefði hætt störfum árið 2022 og hafi ekki mikinn áhuga á að snúa aftur. „Ég segi ekki að ég sé hættur, en það þyrfti eitthvað mjög sérstakt til að ég myndi leika aftur. Ég er sáttur við að fylgjast með konunni minni vinna,“ sagði hann og átti þar við Catherine Zeta-Jones.

Ásamt Douglas tók Paul Zaentz, frændi framleiðandans Saul Zaentz, einnig til máls og lagði áherslu á mikilvægi einstaklingsfrelsis og andófs, lykilþemu í verkum leikstjórans Miloš Forman. Hann rifjaði upp að árið 1983 hefði tékkneska leyniþjónustan komið í heimsókn eftir að hann sýndi One Flew Over the Cuckoo’s Nest í Prag, þar sem myndin var bönnuð.

„Það er kaldhæðnislegt að 42 árum síðar sé myndin heiðruð hér, á meðan bókin sem hún byggir á gæti jafnvel verið bönnuð í Bandaríkjunum,“ sagði Zaentz. Hann gagnrýndi einnig Donald Trump harðlega og vísaði til nýrrar löggjafar sem forsetinn skrifaði undir 4. júlí, sem hann sagði „gera ríka ríkari og svipta fátækt fólk mat og heilbrigðisþjónustu“.

Zaentz lauk með ákalli: „Gefist ekki upp á Ameríku.“ Hann minnti á slagorðið frá Víetnam-stríðinu, „We shall overcome“, og bætti við: „Við munum sigrast á þessu spillta, siðlausa og föðurlandssvikna fyrirbæri. Ég er viss um að Miloš væri sammála mér að Trump sé blettur á okkar þjóð.“

Að lokum opinberaði Zaentz að hann væri í samstarfi við fjölskyldu rithöfundarins Ken Kesey um að þróa sjónvarpsþáttaröð byggða á bókinni, þar sem sögusviðið yrði út frá sjónarhorni sögumannsins Chief Bromden. Þar myndi persóna Jack Nicholsons deyja í lok fyrstu þáttaraðar, en önnur færi svo í kjölfarið með sögu Bromdens.

„Aldrei endurgerð á myndinni, en þessi nálgun er í lagi,“ sagði Zaentz.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Formaður Blaðamannafélags Íslands veltir fyrir sér sýknudómi Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn bloggaranum Páli Vilhjálmssyni
Öxi
Innlent

Tveir sluppu ómeiddir eftir bílsbruna á Öxi

Syrgjandi faðir
Heimur

Sex látnir eftir loftárás Ísraela á heilsugæslustöð

Þýski ævintýramaðurinn
Innlent

Þjóðverji nauðlenti fyrir framan gönguhóp á Fimmvörðuhálsi

Magaluf á Mallorca
Heimur

Breti alvarlega slasaður eftir að hafa lent í skrúfu báts

Michael Madsen
Heimur

Systir Michael Madsen opnar sig um skyndilegt andlát hans

Kerti
Innlent

Nítján ára ferðamaður látinn eftir göngu við Svínafell

Dalai Lama
Heimur

„Einfaldi búddamunkurinn“ Dalai Lama fagnar 90 ára afmæli sínu

Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísrael vill „land án fólks“ segir sérfræðingur

Þórhildur Sunna
Pólitík

Þórhildur Sunna kallar Stefán Einar „illgjarnt hrekkjusvín“ með „myglað innræti“

Slasaður köttur
Heimur

Samfélagið slegið eftir árás á rólegan hverfiskött á Kanarí

Lögreglan
Innlent

Slagsmálahundur réðist á lögreglubifreið

Guðrún og Illugi
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

Fólk

Michael Douglas
Fólk

Michael Douglas varar við hnignandi lýðræði

„Bandaríkin daðra við einræði“
2024 Halla Tómasdóttir
Fólk

Eiríkur biður Höllu afsökunar

Guðrún og Illugi
Fólk

Illugi birti ljósmynd af tvífara eiginkonunnar

SalkaSól
Myndir
Fólk

Salka Sól hélt upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með stæl

Vasyl-Byduck
Fólk

Hélt uppistand á Íslandi fyrir úkraínska herinn

Baldur Link
Fólk

Heitir nú sama nafni og uppáhalds tölvuleikjapersónan

Loka auglýsingu