1
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

2
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

3
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

4
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

5
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

6
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

7
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

8
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

9
Minning

Ragnar Tómasson er látinn

10
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Til baka

Metfjöldi bíður eftir hjúkrunarrými

Ábyrgð óljós innan kerfisins

shutterstock_2482094735
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: PeopleImages.com - Yuri A í gegnum Shutterstock

Tæplega 700 einstaklingar bíða nú eftir hjúkrunarrými, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur hér á landi. Af þeim eru 127 í tímabundnu biðrými á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofnunum og bíða þar eftir varanlegu úrræði.

Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að hluti vandans sé að ekki hafi verið nægilega skýrt innan stjórnsýslunnar hver beri ábyrgð á því að byggja upp hjúkrunarrými.

„Við á hjúkrunarheimilunum finnum fyrir því að við erum að fá sífellt til okkar eldra fólk og veikara fólk. Og það er því mjög mikilvægt að vinna í því að byggja upp fleiri hjúkrunarrými á réttum stöðum og viðeigandi úrræði fyrir þennan hóp af fólki,“ segir Sigurjón í samtali við RÚV.

Uppbygging ekki haldið í við þörfina

Í dag eru um 3.000 hjúkrunarrými í landinu og er gert ráð fyrir að 120 bætist við á þessu ári. Næstu þrjú árin hyggjast stjórnvöld fjölga þeim um 600 til viðbótar, eða tæplega 200 á ári. Þetta er aukning frá fyrri árum þar sem aðeins var bætt við um 40 rýmum árlega frá 2017 til 2024.

Sigurjón telur þessa hægu fjölgun hafa átt þátt í þeirri stöðu sem nú er uppi. Þar að auki fjölgi eldra fólki stöðugt, sem eykur eftirspurnina enn frekar.

„Og svo hefur kerfið í kringum uppbygginguna ekki verið nægilega gott. Það hefur ekki verið nægilega skýrt hver ber ábyrgð á uppbyggingunni og hefur verið mikilvægt að laga það. Og núna eru uppi áform á vegum stjórnvalda að gera það, og það er mjög mikilvægt,“ segir hann.

Þjónustan á að snúast um fólkið

Sigurjón leggur áherslu á að hjúkrunarheimili séu heimili íbúanna, ekki vinnustaðir starfsfólksins.

„Fyrir okkur eru hjúkrunarheimili heimili fólks. Og það er mjög mikilvægt að fólk fái að verja þessum síðustu árum sínum á stað þar sem þau vilja búa, velja sér heimili og þar sem við getum þjónustað þau sem best,“ segir hann og bæti við að lokum: „Við sem störfum á hjúkrunarheimilum erum að vinna inni á heimilum fólks, þau eru ekki að búa inni á okkar vinnustað. Það er mjög mikilvægt að fólk fái að vera þar sem það vill og við getum þjónustað þau eins og þau eiga skilið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið
Myndband
Heimur

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið

Ísraelar segjast ætla að reka aðgerðarsinnana úr landi á fimmtudaginn.
Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“
Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Loka auglýsingu