1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

9
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

10
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Til baka

Met í maí: Mesta hitabylgja sögunnar

Veðrið í nýliðnum maí var það besta frá upphafi mælinga í þeim mánuði; sólin skein, fólk brosti sem og eigendur kaffihúsa og bílar fengu frí.

Veðurstofan
Sólin skein svo glatt.Hitamet var sett.

Blíðviðrisdagarnir í maí eru mesta hitabylgja sem vitað er um í mánuðinum á Íslandi.

Hiti mældist 20 stig eða meira á landinu heila 11 daga í maí; jörð var alauð og þurr allan mánuðinn; bæði í Reykjavík sem og á Akureyri.

Þetta og fleira er á meðal þess sem fram kemur í samantekt Veðurstofunnar um veðrið í maí.

Sólskin fylgdi hitabylgjunni; sérlega sólríkt var á Akureyri í mánuðinum: Þar mældust 255,5 sólskinsstundir, eða 84,5 fleiri stundir miðað við meðallag áranna 1991 til 2020.

Einungis þrisvar sinnum hafa mælst fleiri sólskinsstundir í maímánuði á Akureyri frá upphafi mælinga.

Í höfuðborginni mældust sólskinsstundirnar 264,7, - 55,7 stundum yfir meðallagi.

Yfir landið allt var þetta hlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga, á langflestum veðurstöðvum landsins.

Meðalhiti maímánaðar var hæstur á Akureyri; 10,1 stig - 3,5 stigum yfir meðallagi síðustu 10 ára og jafnframt hæsti mánaðarhiti sem mælst hefur á Íslandi í maí.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 9 gráður - 2,3 stigum yfir meðallagi síðusta áratugs.

Þá var sett nýtt hitamet í maí á landsvísu er hitinn fór í 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli þann 15. maí. Fyrra met var 25,6 stig sem mældist á Vopnafirði þann 26. maí árið 1992.

Hitabylgjan mikla dagana 13.-22. maí náði yfir allt landið; er klárlega sú mesta sem vitað er um hér á landi í maímánuði.

„Það var merkilegt hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún var,“ segir í samantekt Veðurstofunnar um veðurfar í maí.

Hlýindin miklu náðu hápunkti 17. og 18. maí er hitinn mældist 20 stig eða meira á um helmingi allra veðurstöðva landsins.

„Tíð var einmuna góð í mánuðinum, það var sólríkt, hægviðrasamt og allur gróður var óvenjulega snemma á ferð. Töluverðir vatnavextir voru í ám á Norðurlandi í byrjun mánaðar vegna leysinga í hlýindunum,“ segir í samantekt Veðurstofunnar um veðurfar í maí.

Hiti mældist 20 stig eða meiri einhvers staðar á landinu 11 daga í maí, þar af 10 daga í röð. Slíkir dagar hafa verið tvisvar til þrisvar að meðaltali í maí síðastliðin ár, og í raun er ekkert algilt að slíkir dagar komi í maí.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Leiðindi í Kópavogi
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

Viðkomandi var óvelkominn við veitingahús
Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

Innlent

Leiðindi í Kópavogi
Innlent

Leiðindi í Kópavogi

Viðkomandi var óvelkominn við veitingahús
Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Mótmæla breytingum á útlendingalögum
Innlent

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

Loka auglýsingu