
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að nú séu gular viðvaranir vegna hvassviðris og úrkomu í gildi á Suðurlandi austan Víkur, á Austfjörðum sem og á hálendinu.
Klukkan ellefu tekur gul viðvörun gildi víðar á landinu; þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.
Bendir veðurfræðingur á Veðurstofu á að hér sé um að ræða mesta hvassviðri er komið hefur að Íslandi í marga mánuði.
Fólk er því hvatt til ganga frá frá lausamunum sem enn séu úti að afloknu nokkuð góðu sumri.
Spáð er sunnan- og suðaustanátt, 13 til 20 metrum á sekúndu og rigningu; með talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu og verður hiti á bilinu 8 til 16 stig og það verður hlýjast fyrir norðan.
Komment