1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

4
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

5
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

6
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

7
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

8
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

9
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

10
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Til baka

Meiri gjaldtaka í Landmannalaugum

Verð hækkað og myndavélakerfi Parka tekið upp. Aðgengi fæst að salernum á móti. Ferðaþjónustan fær forgang.

Landmannalaugar
LandmannalaugarEkki er lengur hægt að gera ráð fyrir því að komast í Landmannalaugar vegna mannfjölda á svæðinu á sumrin.
Mynd: Shutterstock

Vinsældir Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn leiða af sér breytta ásýnd og upplifun af náttúruperlum landsins.

Frá og með þessu sumri verður í fyrsta sinn sólarhringsgjaldtaka af bílastæðum í Landmannalaugum að Fjallabaki. Á næstunni verður komið upp myndavélakerfi Parka í Landmannalaugum.

Samhliða breytingunni verður bílastæðagjald hækkað, en aðgangur fæst að salerni á móti.

Ferðaþjónustuaðilar þurfa ekki að bóka bílastæði fyrirfram, ólíkt almenningi.

Bóka þarf bílastæði

Í fyrra þurfti fólk í fyrsta sinn að greiða bílastæðagjöld þegar það kom í náttúruperluna Landmannalaugar. Ástæðan var umferðarhnútar sem mynduðust á svæðinu. Að meðaltali komu 300 bílar á sólarhring í Landmannalaugar, sem var umfram afkastagetu bílastæða á svæðinu. Þannig þurfti fólk í fyrsta sinn að bóka bílastæði fyrirfram, ef það ætlaði að koma á svæðið á bilinu 9 til 16 yfir daginn.

Verðskrá bílastæða í Landmannalaugum

Fólksbifreið - Allt að 5 sæta

1.200 kr.

Fólksbifreið - Frá 6 til 9 sæta

2.000 kr.

Rúta - Frá 10 til 19 sæta

4.500 kr.

Rúta - Frá 20 til 32 sæta

8.000 kr.

Rúta - Frá 33 til 64 sæta

14.000 kr.

Bifhjól

600 kr.

Sú breyting verður gerð frá og með þessu sumri, af hálfu Náttúruverndarstofnunar, að rukkað verður á svæðið allan sólarhringin, frekar en eingöngu yfir hádaginn.

„Nú er um sólarhringsgjaldtöku að ræða yfir allt sumarið,“ segir Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur Náttúruverndarstofnunar. Án bókunar gæti fólk þurft að hverfa frá tilraunum til að heimsækja Landmannalaugar. „Til að eiga tryggan aðgang að bílastæði yfir háönn dagsins, milli klukkan 9 og 16, þurfa gestir ennfremur að bóka bílastæði fyrirfram,“ segir hann.

Ferðaþjónusta bókar ekki

Ferðaþjónustan forgang á aðgang umfram almenning, eins og í fyrra. „Ferðaþjónustubílar eru undanskildir kröfu um bókun en greiða sama gjald og aðrir,“ segir Daníel Freyr.

Í fyrra kostaði 450 krónur fyrir fólk á bifreið með 1-5 sæti. Nú hefur gjaldið verið hækkað í 1.200 krónur. Því fylgir þó, ólíkt áður, aðstöðugjald hjá Ferðafélagi Íslands, sem hefur haldið úti salerni og annarri aðstöðu frá árinu 1951 í Landmannalaugum. „Þetta þýðir að aðgangur að salerni er tryggður fyrir alla gesti án þess að rukkað sé sérstaklega fyrir,“ segir Daníel Freyr.

Það veltur þó á því að fólk nái að bóka bílastæðin í tæka tíð. Opnað var fyrir bókanir 1. apríl.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar
Heimur

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar

Vill viðurkenningu frá Karli konungi
Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu
Innlent

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

„Ég kann enga sérstaka skýringu á þessu en tímarnir hafa auðvitað breyst.“
„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell
Myndband
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

Loka auglýsingu