
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir játar í viðtali að hann tilkynni ekki veggjalýs til yfirvalda en í reglugerðum er meindýraeyðum skylt að tilkynnt slíkt.
„Ég lít á þetta bara sem einkamál, ég vil ekkert tilkynna eða láta neinn vita hvar ég hef verið í veggjalús. Mér finnst það vera hvers og eins bara að ákveða hvort að hann vilji bera það út um borg og bý,“ sagði Steinar í samtali við RÚV en Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir málið skýrt en veggjalúsatilfellum hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarið.
„Það er alveg skýrt í reglugerðinni um hollustuhætti að meindýraeyðar eiga að tilkynna þetta en þetta virðist bara vera eitthvert feimnismál en við myndum aldrei fara með það í fjölmiðla hvar veggjalús kemur upp,“ segir Sigrún í samtali við Morgunblaðið.
Steinar segir að hann fá allt að þrjú útköll á dag varðandi veggjalýs en fyrir tveimur árum hafi þau kannski verið eitt í viku. Þá telur hann lúsina vera orðna ónæm fyrir eitrinu sem notað hefur verið.
Komment