
Verð á pítsum hjá Domino's hefur hækkað um 100 krónur ef viðskiptavinir nýta sér hið fræga Megaviku tilboð sem hefur verið eitt það vinsælasta á Íslandi á 21. öldinni.
Tilboðið felur í sér að hver pítsa á matseðli kosti nú 1.990 krónur séu þær sóttar en verðið var 1.890 krónur.
Stutt er síðan fyrirtækið hækkaði verðið á Þriðjudagstilboðinu sem hefur einnig verið vinsælt en það gerðist í desember í fyrra.
Þá kallaði Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's, eftir upplýsingum um betra tilboði hjá öðrum fyrirtækjum og er nokkuð brattur í svörum þegar hann var spurður í verðhækkunina. Kenndi hann með MS um verðhækkun Domino’s en að sögn Magnúsar hækkaði ostur frá fyrirtækinu 1. desember í fyrra og vóg það þungt fyrir stórfyrirtækið. Þá kenndi Magnús einnig hækkun á launum starfsfólk um þá verðhækkun.
Þá hélt Magnús því fram að þriðjudagstilboðið hafi í raun aldrei verið ódýrara ef horft er framhjá fastri krónutölu en að sögn forstjórans ætti það að kosta 1.800 krónur sé litið til verðlagsþróunar en það kostar í 1.500 krónur.
Komment