Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá tveimur heilbrigðiseftirlitssvæðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu um innköllun á Kamis Gozdciki negulnöglum vegna ólöglegs varnarefnis klórpýrifos sem greindist yfir mörkum en greint er frá þessu í tilkynningu frá MAST.
Innflytjendur hafa innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlitin.
Tilkynning barst til Íslands í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða skila í verslun.
Einungis er verið að innkalla eftirfarnar lotur:
- Vörumerki: Kamis.
- Vöruheiti: Gozdziki (8g).
- Framleiðandi: McCormik Polska S.A.
- Innflytjandi: Market ehf.
- Framleiðsluland: Pólland.
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 0002787537 / 08.02.2028.
- Strikanúmer: 5900084274098
- Dreifing: Euro Market Hamraborg 9.
Seinni lotan
- Vörumerki: Kamis
- Vöruheiti: Goździki
- Strikanúmer: 5900084274098
- Lotunúmer: 0002787537.
- Geymsluþol: Best fyrir dags. 08.02.2028.
- Nettómagn: 8 g
- Framleiðandi: McCormik Polska S.A
- Framleiðsluland: Pólland
- Innflytjandi: Mój Market ehf., Álfabakka 14A, 109 Reykjavík
- Dreifing: Verslun Mój Market, Álfabakka 14.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment