
Margrét LöfMargrét hefur verið ákærð í tengslum við andlát föður síns
Mynd: Facebook
Margrét Löf, kona á þrítugsaldri, hefur verið ákærð í tengslum við andlát föður síns á heimili fjölskyldunnar í Garðabæ í apríl. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, en mbl.is greindi fyrst frá málinu.
Margrét Löf hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. apríl og verður þar áfram næstu fjórar vikurnar. Ákæran hefur ekki enn verið opinberuð.
Hún var handtekin 11. apríl á heimili sínu og foreldra sinna. Faðir hennar fannst meðvitundarlaus og var fluttur á Landspítalann, þar sem endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment