
Mynd: Shutterstock
Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, er látin. Hún var 70 ára gömul.
Margrét fæddist í Reykjavík árið 1955 en ólst upp á Stóru-Reykjum. Hún gekk í Þingborgarskóla og svo Gagnfræðiskólann á Selfossi. Þegar hún lauk skólagöngu hélt hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík.
Margrét sinnti ýmsum þjónustu- og umönnunarstörfum bæði á Selfossi og í Reykjavík í gegnum ævina.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, er eftirlifandi eiginmaður Margrétar og eignuðust þau saman þrjú börn. Systkini Margrétar eru María Ingibjörg Hauksdóttir, Gerður Hauksdóttir, Gísli Hauksson, Vigdís Hauksdóttir og Hróðný Hanna Hauksdóttir.
Margrét lést í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment