1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

3
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

4
Minning

Birna Óladóttir er látin

5
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

6
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

7
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

8
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

9
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

10
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Til baka

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

„Móðir mín hefur ítrekað þurft að þola niðurlægingu og fordóma vegna þess hvernig hún lítur út.“

Margrét Martins
Margrét Martins SveinbjörnsdóttirMargrét segir tími vera kominn fyrir fordómana að hætta
Mynd: Víkingur

Margrét Martins Sveinbjörnsdóttir opnaði sig á dögunum um kynþáttafordóma sem hún hefur orðið fyrir á Íslandi en móðir hennar er frá Angóla en faðir frá Íslandi.

Margrét og móðir hennar
Margrét og móðir hennarMargrét er orðin dauðþreytt á fordómunum
Mynd: Aðsend

Margrét birti Facebook-færslu fyrir helgi sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hún frá fordómum sem hún hefur orðið fyrir hér á landi en hún kveðst vera orðin þreytt.

„Ég er dóttir konu frá Angóla og manns frá Íslandi. Og ég er orðin þreytt.

Þreytt á því að þurfa útskýra að húðlitur segir ekkert um manneskjuna. Þreytt á að heyra „þetta var nú bara brandari“, „þetta meinti hann/hún ekki svona“ eða „svona er þetta bara“. Þreytt á að vera spurð „en hvaðan ertu EIGINLEGA“?“ Þannig hefst færsla Margrétar sem hefur verið deilt 48 sinnum á Facebook. Segir Margrét einnig í færslunni að rasisminn eigi sér ýmsar birtingarmyndir.

„Rasismi á Íslandi er ekki alltaf öskrandi hatursorð á netinu – stundum birtist hann sem þögn, sem hunsun, sem hliðarsvipur, sem fordómar faldir á bakvið „spurningar“.

En svo koma dagar eins og undanfarið, þegar fáfræðin öskrar. Þegar fólk heldur að það sé í lagi að smætta, útiloka eða niðurlægja aðra – bara vegna litarháttar eða uppruna.“

Margrét Martins
Margrét og dæturnarMargrét með dætrum sínum
Mynd: Víkingur

Þá segist Margrét vera búin að fá nóg af þessum fordómum.

„Ég er Íslendingur. Ég er Angólsk. Ég er meira en húðin mín. Og ég er búin að fá nóg.

Við erum komin fram yfir það tímabil þar sem hægt var að afsaka rasisma með „vankunnáttu“ eða „gömlum hugsunarhætti“. Við höfum öll net, bókasöfn, skóla og heila. Það er val að vera rasisti. Og það val má gjarnan fara til HELVÍTIS.“

Að lokum segir Margrét að tími sé kominn til ræða saman og fræðast og rísa upp gegn rasisma.

„Ef þér finnst þetta óþægilegt – ímyndaðu þér hvernig það er að lifa þetta. Á hverjum degi.

Við þurfum að tala, fræða, hlusta, verja – og rísa upp. Ekki bara þegar eitthvað „stórt“ gerist – heldur alltaf.“

Margrét Martins
Margrét með dætrum sínumMargrét hefur fengið meira en nóg
Mynd: Víkingur

Mannlíf ræddi lítillega við Margréti um færsluna en hún útskýrði að móðir hennar hafi þurft að þoka ítrekaða niðurlægingu og fordóma vegna útlitsins.

„Móðir mín hefur ítrekað þurft að þola niðurlægingu og fordóma vegna þess hvernig hún lítur út. Þegar ég var barn, var hún oft ranglega álitin barnapían mín – ekki vegna hegðunar eða umönnunar, heldur vegna þess að húðlitur okkar var ekki alveg eins. Nú, þegar hún er með barnabörnin sín, halda margir enn að hún sé au pair eða vinnukona.“

Segir hún að svoleiðis fordómar risti djúpt.

„Slíkir fordómar fela í sér sársauka sem erfitt er að lýsa og sýna hversu djúpt rótgróin birtingarmynd kynþáttahyggju getur verið – jafnvel í hversdagslegum samskiptum.“

Hér má sjá færslu Margrétar:

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Grunnskólakennari gripinn með kókaín
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum
Myndir
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Nýr samningur er til þriggja ára
Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi
Innlent

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Loka auglýsingu