1
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

2
Landið

Vestmanneyingur þarf að greiða 1,6 milljón króna eða fara í fangelsi

3
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

4
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

5
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

6
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

7
Heimur

Shaq neitar fyrir að vera í sambandi með OnlyFans-stjörnu

8
Fólk

Anna segist ekki þjást af matarfíkn

9
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

10
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

Til baka

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

„Þetta er viðbragð við þjóðarmorði sem önnur stjórnvöld eru samsek um“

Magga Stína
Magga StínaMagga Stína stefnir óðfluga á Gaza
Mynd: Aðsend

Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er kölluð er eins og alþjóð veit, nú á leið með skipinu Conscience til þess að sameinast Friðarflotanum svokallaða sem stefnir á Gaza, til brjóta ólöglega herkví Ísraela og opna leið inn af strönd Gaza, með hjálpargögn. Ísraelar hafa nú þegar handtekið hundruði áhafnarmeðlima annarra báta í sömu erindagjörðum. Að sögn Möggu Stínu er þetta floti sem siglir inn eins og bárur, hver á eftir annari með nokkra daga millibili. Gert er ráð fyrir að skipið sem hún siglir með til Gaza, verði um það bil viku á leiðinni en það lagði úr höfn frá Otranto á Ítalíu 30.september.

Í viðtali við Mannlíf segir Magga Stína að andrúmsloftið um borð sé gott, en um borð með henni eru aðallega heilbrigðisstarfsmenn og blaðamenn en þær starfsstéttir eru meðal þeirra sem hafa verið gerðar að sérstökum skotmörkum undanfarna 23 mánuði. Gereyðing innviða og starfstétta er liður í skipulögðu þjóðarmorði Ísrael á Palestínsku þjóðinni að sögn Möggu Stínu. 

Aðspurð hvað fjölskylda hennar finnist um þessa ákvörðun hennar, að ráðast í svo hættulega för, segir Magga Stína: „Það eru auðvitað alls konar en ég finn aðallega fyrir algerum stuðningi. Þetta er eitthvað sem fjölmargir myndu vilja gera.“

Eins og áður sagði réðust hermenn Ísraelshers um borð í nokkra báta Frelsisflotans fyrir tveimur dögum og handtóku um 400 manns, meðal annars sænska aðgerðarsinnann Gretu Thunberg. Árið 2010 réðist herinn einnig um borð í báta Frelsisflotann á alþjóðlegu hafsvæði og drápu 10 áhafnarmeðlimi eins bátsins sem ætlaði sér að flytja hjálpargögn til Gaza-búa. 

Hvernig varð Möggu Stínu og félögum hennar um borð í Conscience um þær fregnir að Ísraelsher hefði handtekið áhafnarmeðlimi flotans á dögununum?

„Við fylgdumst náið með því og það var náttúrulega bara jafn sturlað og raun ber vitni fyrir alla aðra, að staðan sé sú að Ísraelsher komist upp með það margítrekað að stöðva skip á alþjóðlegu hafsvæði, ræni fólki af þeim og taki til fanga. Þetta eru bátar sem mannaðir eru almennum borgurum sem eru í fullkomlega löglegum erindagjörðum, sum sé þeim að ferja neyðaraðstoð til Gaza á meðan fólkið á Gaza sveltur af þeirra völdum. Þeir beita svelti sem einu af fjölmörgum vopnum til notkunar í þjóðarmorðinu.“ 

Er Magga Stína ekkert smeyk?

„Það skiptir engu máli hvort ég sé hrædd eða ekki, þetta er viðbragð við þjóðarmorði sem önnur stjórnvöld eru samsek um vegna þess að þau bregðast ekki við eins og þeim ber skylda til að gera samkvæmt alþjóðalögum, kröfu almennings og öllu siðferðislegum gildum. Barn er drepið á Gaza á klukkustundar fresti af Ísrael! 480.000 börn hafa verið drepin í það minnsta á 23 mánuðum og þá eru foreldrar ótaldir. Að sigla í þessum erindagjörðum er bæði okkar sterkasta von í augnablikinu en líka er það sterkasta von íbúa Gaza. Hugsaðu aðeins um það. Hvar eru yfirvöld?!”

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu frá áhafnarmeðlimum Conscience sem birt var í kjölfar handtöku aðgerðarsinnanna í fyrradag.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lafði Patricia Routledge lést í svefni
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

Leikkonan var umkringd ást á dánarstundu sinni
Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga
Landið

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu
Myndir
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

„Þetta er viðbragð við þjóðarmorði sem önnur stjórnvöld eru samsek um“
„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

Loka auglýsingu