1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Innlent

Karl er fundinn

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Mæður hafa um 30% lægri tekjur

Íslensk rannsókn á tekjumissi eftir barneignir sýndi að mæður hafa á milli 30% til 50% lægri tekjur en feður.

Móðir og barn
Tekjur kvenna á Íslandi skerðast mikið við barnseignirNý rannsókn sýnir að tekjumissir sé meiri hjá íslenskum mæðrum í samanburði við önnur lönd.
Mynd: Shutterstock

Tekjur kvenna dragast saman um rúm 30% árið sem þær eignast fyrsta barn og um 50% árið eftir. Þessi tekjumissir er langvarandi en tíu árum eftir fyrstu barnseign eru konur enn með 34,5% lægri rauntekjur en karlar. Þetta kemur fram í rannsókn Unu Margrétar Lyngdal Reynisdóttur sem var unnin í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hún byrjaði sem sumarstarfsmaður hjá ráðuneytinu en bauðst í framhaldi þess að vinna rannsókn fyrir B.S. ritgerð með ráðuneytinu.

Rannsóknin kannaði hvernig barneignir hefðu áhrif á rauntekjur karla og kvenna á Íslandi á tímabilinu 2003 til 2023. Í ljós kom að tekjur karla lækka ekki eða standa í stað eftir fyrstu barneign en tekjumissir kvenna er mikill í samanburði.

Mæður yngri en 28 ára verða fyrir meiri tekjumissi en eldri mæður. Tekjur kvenna sem eignast fyrsta barn 28 ára eða yngri eru 38,8% lægri en tekjur feðra á sama aldri.

Jákvæð þróun er þó á milli ára. Fyrir barneignir á árunum 2005 til 2009 var tekjumissir kvenna 75,7% en milli 2015 og 2019 var tekjumissirinn aðeins 25,9%.

Þetta er fyrsta rannsóknin um tekjumissi við barneignir á Íslandi en svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim. Tekjumissir íslenskra kvenna virðist vera meiri en í mörgum öðrum löndum svo sem Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum.

Í myndbandi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti á samfélagsmiðlum segir Una Margrét að aðgangur að dagvistun sé lykilatriði til að draga úr tekjutapi mæðra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Reykræsta þurfti húsið að sögn lögreglu
Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Peningar

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Gunnar Nelson er einn af eigendum félagsins
Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Loka auglýsingu