1
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

2
Heimur

Satt og logið um kossamyndafárið á Coldplay-tónleikunum

3
Innlent

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

4
Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann

5
Innlent

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum

6
Heimur

Vinsæll gervisykur hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi

7
Innlent

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum

8
Heimur

Maður bitinn af hákarli við Fuerteventura

9
Heimur

Rússneska lögreglan gerir leitir á vinsælum netmiðli

10
Pólitík

Karl Héðinn stígur til hliðar

Til baka

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Skjöldur Íslands gagnrýndi afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður sveiflaði sverðum á Ingólfstorgi

Mariusz Zaworka
Maðurinn sem sveiflaði sverðum á IngólfstorgiMeðlimum frá Skildi Íslands líkaði ekki við sýningu hans.
Mynd: Víkingur

Skjöldur Íslands, nýr hópur manna sem segist vilja sinna öryggisgæslu til að vernda konur frá útlenskum mönnum, fór í sína fyrstu hverfisgöngu síðasta föstudag. Þá deildu meðlimir hópsins myndböndum og frásögnum af svokölluðu afskiptaleysi lögreglunnar þegar erlendur maður var „sveiflandi sverðum“ á Ingólfstorgi. Var þetta ein af réttlætingum þeirra fyrir þörf á aðkomu þeirra að löggæslu og eftirlit á almannafæri.

Meðlimir Skjaldar Íslands segjast hneykslaðar yfir því að lögreglan hafi einungis talað við manninn í myndbandinu en ekki fjarlægt hann eða tekið málið lengri. Maðurinn sést hins vegar oft á Lækjartorgi og setur hann reglulega upp skyndilegar götusýningar þar sem hann sveiflar geislasverðum, stöfum eða sverðum. Lögreglan er því kunnug um hátterni hans og þótti líklega ekki nauðsynlegt að grípa inn í það.

Maðurinn hefur komið fyrir í fréttum áður þegar foreldrum í Kópavogi varð brugðið við að sjá að hann var að kenna börnum í hverfinu sjálfsvörn. Maðurinn tók upp á því að kenna börnum og unglingum nálægt Hamraborginni tækni í skylmingum og sjálfsvörn. Meðferðis við þessa kennslu hafði hann kylfur, stafi og hnífa í bakpoka. Maðurinn deildi sjálfur myndböndum af atvikunum á netinu og fóru þau í dreifingu á hverfishópum á Facebook og voru foreldrar mjög ósáttir. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, Gunnar Hilmarsson, sagði í viðtali við DV í september 2024 að lögreglan væri að kanna málið.

Samkvæmt fréttum Vísis eru dæmi um að meðlimir Skjaldar séu með sakaferil að baki. Þá gaf hópurinn út yfirlýsingu í kjölfarið af umfjöllunum fjölmiðla í dag.

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður.“
Úr yfirlýsingu Skjaldar

„Allt tal um rasista, nasista, þjóðernissinna og tengingu á merki okkar, letur og nafn hópsins er kjánaleg tilraun til að rakka okkur niður. Auk þess er sú tilraun til að hjóla í fortíð okkar nokkuð sem við vissum að yrði. Við vissum að fortíð okkar yrði dæmd ... Kosturinn við fortíð okkar er það tækifæri að fá að breyta lífi sínu til hins betra og læra af henni, tileinka sér breytni og möguleika á að bæta. Við berum fortíð okkar vissulega en framtíð Íslands berum við öll. Þá vakt viljum við standa og köllum okkur því Skjöldur Íslands.“

Bent hefur verið á að merki Skjaldar er það sama og norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik notaði á titilsíðu ávarp síns til væntanlegra fylgismanna.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna
Myndir
Fólk

Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna

Stórglæsileg eign á Seltjarnarnesinu
Eldri kona alvarlega slösuð eftir eldsvoða í sumarhúsi í Svíþjóð
Heimur

Eldri kona alvarlega slösuð eftir eldsvoða í sumarhúsi í Svíþjóð

Vinsæll gervisykur hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi
Heimur

Vinsæll gervisykur hefur neikvæð áhrif á heilastarfsemi

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum
Innlent

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum

Karl Héðinn stígur til hliðar
Pólitík

Karl Héðinn stígur til hliðar

Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi
Sport

Veigar hársbreidd frá úrslitakeppni á sterkasta ungmennamóti heims í golfi

Satt og logið um kossamyndafárið á Coldplay-tónleikunum
Heimur

Satt og logið um kossamyndafárið á Coldplay-tónleikunum

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann
Myndir
Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands
Innlent

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

Maður bitinn af hákarli við Fuerteventura
Heimur

Maður bitinn af hákarli við Fuerteventura

„Allir á Gaza eru orðnir svangir“
Heimur

„Allir á Gaza eru orðnir svangir“

Innlent

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum
Innlent

Skjöldur Íslands hefur lokað Facebook-hópnum sínum

Sjálfskipaðir verndarar íslenskra gilda horfnir af Facebook
Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi
Innlent

Maðurinn með sverðið sá sami og kenndi börnum skylmingar í Kópavogi

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann
Myndir
Innlent

Ljósmyndari Moggans heppinn að vera með gleraugu þegar málningu var skvett á hann

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu
Innlent

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands
Innlent

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum
Innlent

Segir stjórnvöld hafa viljandi sofið á verðinum gagnvart hægri öfgum

Loka auglýsingu