1
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

2
Heimur

Maður á Tenerife reyndi að nauðga konu í miðju atvinnuviðtali

3
Innlent

Tómas dæmdur fyrir peningaþvætti

4
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

5
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

6
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

7
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

8
Innlent

Ætla að láta í sér heyra við ríkisstjórnarfund í fyrramálið

9
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

10
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Til baka

Maður í Chicago Bulls-treyju sýknaður af líkamsárás á Vesturlandi

Brotaþoli hlaut varanlegan augnskaða

shutterstock_2056414424
SýknunMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: Shutterstock

Maður var sýknaður af ákæru um líkamsárás í héraðsdómi Vesturlands. Var hann sakaður um að hafa barið annan mann í augað á balli, með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu og skárust í auga hans. Brotaþolinn varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sá ákærði hefði verið hafður fyrir rangri sök.

Stympingar á dansgólfinu

Í ákærunni segir að brotaþolinn hefði fengið skurð á efra og neðra augnlok við höggið, hornhimna augans hafi skorist í sundur og lithimna skaddast á stóru svæði. Þá hafi hann orðið fyrir varanlegri sjónskerðingu.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi, á balli sem fór fram á Vesturlandi 2023, í mannmergð og að óljósar stympingar hafi orðið á milli manna.

Brotaþolinn sagði fyrir dómi að hann hefði ýtt manni á ballinu sem hefði reynt að „flugskalla“ vin hans. Segir hann þá hinn ákærða hafa reynt að kýla hann í andlitið en sagðist þó ekki séð höggið sem hæfði hann í augað og ekki vitað með vissu hver hefði veitt það fyrr en eftir á.

Sögðu annan hafa átt höggið

Fyrir dómi viðurkenndi sá ákærði að hafa kýlt brotaþola en þó aðeins í öxlina eða rétt fyrir ofan hana og að aðrir hafi einnig kýlt manninn. Taldi hann sitt högg ekki hafa valdið skaðanum.

Framburður hins ákærða var metinn trúverðugur af dómnum og fengi auk þess stoð í öðrum gögnum málsins. Kemur fram í dómnum að enginn vitnisburður, hvorki brotaþola né annarra vitna, sýni fram á að hinn ákærði hafi veitt hnefahöggið umrædda.

Þó nokkur vitni komu fyrir dómnum enda var margt um manninn á ballinu og margir í nálægð við stympingarnar. Tvö þeirra lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með aflitað hár og klæddur í buxum með eldingamynstri. Sá ákærði sagðist hins vegar hafa verið klæddur í svarta skó, svartar gallabuxum og svartri og rauðri Chicago Bulls-körfuboltatreyju með hvítum stöfum.

Þá sagðist annað vitni ekki viss hvort sá ákærði hefði veitt áverkana, eða annar maður, sem í dómnum er kallaður E. Fyrir dómi sagðist vitnið telja framburð sinn hjá lögreglu trúverðugri, en þá hafði hann sagt að E hefði lyft hægri hendi upp í loft og kýlt manninn með krepptum hnefa. Nefndi hann nafnið á E og lýsti honum sem grönnum með aflitað ljóst hár. Enn eitt vitnið sagði E hafa áður lent í útistöðum við brotaþola á skólaballi þegar þeir voru í 9. bekk og að E hafi montað sig af því í rútu á leiðinni heim eftir ballið að hafa verið sá sem kýldi manninn í augað.

Fram kemur í dómnum að sú lýsing passi ekki við hinn ákærða en á upptöku frá kvöldinu má sjá útlit hins ákærða umrætt kvöld. Þá sagði annað vitni, sem þekkti ekki hinn ákærða þrátt fyrir að vera skylt honum, að hinn ákærði hefði ekki getað kýlt manninn í augað, miðað við staðsetningu hans í átökunum.

Þar sem dómurinn taldi ekki sannað að sá ákærði hefði gerst sekur um árásina, var hann sýknaður.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

„Þetta er viðbragð við þjóðarmorði sem önnur stjórnvöld eru samsek um“
Lafði Patricia Routledge lést í svefni
Heimur

Lafði Patricia Routledge lést í svefni

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu
Fólk

Íþróttaeinbýli í Vesturbæ sett á sölu

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals
Landið

Karlmaður dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga
Landið

Enn og aftur greinist mengun í neysluvatni Stöðfirðinga

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu
Innlent

Ók með mótmælendur á húddinu í Lækjargötu

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu
Myndir
Innlent

Valdi beitt á mótmælum Íslands-Palestínu

Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki
Innlent

Segir það ekki skipta máli hvort hún sé hrædd eða ekki

„Þetta er viðbragð við þjóðarmorði sem önnur stjórnvöld eru samsek um“
„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár
Innlent

„Verkafólk neytt til að borga fúlgur fjár

MAST biður neytendur að farga negulnöglum
Innlent

MAST biður neytendur að farga negulnöglum

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi
Innlent

Bannaðir læknar mega starfa á Íslandi

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum
Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn fleiri en tíu börnum

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september
Innlent

36 milljónir til mannúðarstarfs í Úkraínu í september

Loka auglýsingu