
Einn ökufantur var tekinn á miklum hraðaViðkomandi fékk sekt
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að brotist hafi verið inn á hótel í miðbænum og áfengi stolið þaðan.
Þá var ökumaður í Hafnarfirði tekinn á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90. Það var svo í Árbænum sem tilkynnt var um vinnuslys. Þar hafði borvél dottið ofan af vinnupalli og borinn stungist í læri á manni. Hann var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Það var þó ekki eina slysið í Árbænum en maður datt við vinnu og fann fyrir verkjum í hægri mjöðm. Hann var í kjölfarið fluttur á bráðamóttökuna.
Tilkynnt var um innbrot í skóla í hverfi 105. Þaðan var stolið tölvu og myndvarpa en þjófurinn var farinn af vettvangi. Hann fannst skömmu síðar og komst þýfið til skila.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment