
Maður féll af þaki húss í Mörkinni, Laugardalnum um klukkan 13:00 í dag.
Maður sem var við vinnu á þak húss í Mörkinni, Laugardalnum, féll niður af þakinu um eitt í dag en samkvæmt lögreglu er ekki vitað um alvarleika slyssins að svo stöddu. Tveir sjúkrabílar og einn lögreglubíll var sendur á vettvang.
Sjónarvottur sem Mannlíf ræddi við taldi manninn ekki hafa slasast alvarlega en gat þó ekki staðfest það með vissu. Sagði hann samstarfsfélaga hans hafa fylgt honum þar sem honum var komið fyrir í sjúkrabílnum.
„Þetta virtist ekki vera mjög alvarlegt því maðurinn á sjúkrabörunum bar sig frekar vel fannst mér. En maður veit það svo sem ekki fyrir víst,“ sagði sjónarvotturinn.
Komment