
Maður á sextugsaldri hefur sem var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Tvö önnur hnífamál komu upp í dag, óskild árásinni á Austurvelli í gær. Samkvæmt dagbók lögreglunnar komu upp tvö mál í Laugardalnum í dag þar sem í öðru málinu ógnaði maður í annarlegu ástandi öryggisverði með hnífi. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í öðru máli, einnig í Laugardalnum, stakk annar maður öryggisvörð í brjóstin en þar sem öryggisvörðurinn var í stunguvesti, sakaði hann ekki. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu, rétt eins og hinn hnífabrjálæðingurinn.
Komment