1
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

2
Fólk

„Ég var ekkert eðlilega leiðinleg við hann fyrst”

3
Pólitík

Amma Snorra Mássonar ósátt við stjórnarandstöðuna

4
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

5
Fólk

Edda Björgvins hæðist að stjórnarandstöðunni

6
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

7
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

8
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

9
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

10
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Til baka

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

María Lilja tók vakt á vistheimilinu Bjargi og afhjúpar aðstæður þar.

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Skólabraut 10Vistheimilið Bjarg var lengi rekið af Hjálpræðishernum, en er nú rekið af einkahlutafélagi.
Mynd: Já.is

Síðasta laugardag lýsti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir konu sem hafði lokið vakt á tilteknum vinnustað klukkan 9 að morgni og „skilaði sér ekki heim“. Konan hafði verið að vinna á vistheimili geðfatlaðra, sem heitir Bjarg og er staðsett við Skólabraut á Seltjarnarnesi.

Nú hefur María Lilja Þrastardóttir Kemp hins vegar skrifað grein á fréttavef Samstöðvarinnar um reynslu sína af því að starfa við „óviðunandi aðstæður“ á vistheimilinu. Hún segir fyrrgreinda konu hafa unnið sólarhringum saman. Konan kom í leitirnar um kvöldið og er samkvæmt fullyrðingu í greininni á Samstöðinni komin í veikindaleyfi.

Vinnuálag konunnar sem hvarf er ekki einsdæmi, samkvæmt grein Maríu Lilju. Þannig hafi vinkona Maríu Lilju unnið samfleytt í 32 klukkustundir áður en María leysti hana af á mánudag.

María Lilja Ingveldur Þrastadóttir Kemp
María Lilja Ingveldur Þrastadóttir KempMaría Lilja segir neyðarástand ríkja á Bjargi, sem er vistheimili fyrir geðfatlaða.

„Þrátt fyrir einhverja reynslu frá fyrri árum fóru um mig ónot að vera ein í húsinu sem er stórt og mikið. Það var ekki vegna hræðslu við heimilismenn heldur vegna þess sem ég varð áskynja við á yfirferð minni um húsnæðið. Þar var áberandi óhreint, ólykt og tilfinnanlegur skortur á helstu gæðum góðs heimilis,“ skrifar hún á Samstöðinni.

Þrjátíu og tvær klukkustundir á vakt

„Þegar ég kom á vaktina á mánudagskvöld tók ég við af áðurnefndri vinkonu sem hafði þá verið á svæðinu við almenn umönnunarstörf í þrjátíu og tvær klukkustundir án hlés. Hún er menntuð í öðru, vinnur annars staðar en hjá sama fyrirtæki og rekur Bjarg; Mannvirðingu ehf. Vinkonan hafði fyrir tilviljun flækst inn í starfsemina á föstudegi þegar hún kom þangað að sinna öðrum erindum. Hún komst að því þá að forstöðukona Bjargs sem jafnframt er annar tveggja eiganda Mannvirðingar, hafði verið með viðveru á Bjargi meira og minna allan sólarhringinn svo dögum skipti. Hún kenndi í brjósti um [hana] sem var að vonum þreytt og bauðst til að leysa hana af í fáeina tíma svo [hún] gæti skroppið heim til sín, farið í sturtu og hvílt sig aðeins.“ María Lilja kveðst hafa heimildir fyrir því að konan hafi farið í veikindaleyfi.

María lýsir aðstæðum íbúanna á Bjargi.

„Alvarlegast verða að teljast aðstæður eins íbúans sem hefur algjöra, skerta hreyfigetu vegna hrörnunar og er rúmliggjandi á annarri hæð hússins. Fastur inni á herbergi því aðgengismál hússins bjóða ekki uppá annað. Engin viðeigandi stoðtæki voru til í húsinu, ekki hjólastóll til umráða og engin salerni í herbergjum. Notast er við handafl til að færa manninn í hægindastól þar sem hann dvelur jafnan á daginn og horfir á bíómynd eða hlustar á hlaðvarp sem starfsfólk setur fyrir framan hann á ipad. Hann er svo færður eins tilbaka á kvöldin.“

Hún vitnar til orða eigandans um að maðurinn biði búsetu annars staðar.

„Hann kvað ábyrgðina ekki sína eða Mannvirðingar ehf. sótt hefði verið um hjúkrunarrými fyrir íbúann og þess beðið að hann kæmist að á elliheimili. Ástæðan lægi því eins og í öðru hjá hinu opinbera og/eða Seltjarnarnesbæ og títtumræddum seinagangi kerfisins.“

Vistheimilið olnbogabarn

Vistheimilið hefur síðustu ár verið olnbogabarn í kerfinu, sem og íbúar þess. Eftir að hafa verið rekið af Hjálpræðishernum í áraraðir tók einkahlutafélagið Mannvirðing við rekstrinum tímabundið árið 2018. „Árið 2011 fól ráðuneytið Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ábyrgð á fjármögnun vistheimila. Síðan þá hefur staðið styr um hverjir raunverulega beri ábyrgð á vistmönnum Bjargs, karlmönnum á efri árum með geðklofagreiningu sem hafa búið þar síðan áttunda og á níunda áratug síðustu aldar,“ skrifar María Lilja.

María Lilja segist í grein sinni ekki kenna einkarekstri eða ákveðnum persónum um aðstæðurnar. Hún segist fjalla um „sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu“. Þá segir hún starfsfólk gera sitt besta.

Grein Maríu Lilju má lesa á vef Samstöðvarinnar.

Ekki náðist í eigendur Mannvirðingar ehf. við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Stefán Einar og Sara Lind
Fólk

„Besta sauna sem smíðuð hefur verið á Íslandi“

Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir hafa haldið í sitthvora áttina og reyna nú að selja fallega eign sína í Garðabæ
Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Mér þykir leiðinlegt að fundarstjórn mín sé túlkuð sem tilraun til valdaráns“

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Pólitík

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Drengurinn
Heimur

Barn lést í heitum bíl á meðan móðir hans lét stækka varirnar

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

Telur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins hafa framið stjórnarskrárbrot

Gaza
Heimur

Amma missti þrjú barnabörn sín í sprengjuárás Ísraela

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Atli Þór Sigurðsson
Menning

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

Björn Leifsson
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

kerti
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

Lögreglumótorhjól
Innlent

Lögregla óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss

Innlent

Norræna
Innlent

Þrír eldri karlmenn ákærðir fyrir innflutning á kókaíni með Norrænu

Áætlað markaðsvirði kókaínsins rúmar 49 milljónir króna
kerti
Innlent

Fimmtugur karlmaður lést á Miklubrautinni í morgun

palmsugar
Innlent

Tvær innköllunarviðvaranir: Ofnæmisvaldar ekki tilgreindir í asískum matvörum

Skólabraut 10 Bjarg vistheimili
Innlent

Lýsir „óviðunandi“ aðstæðum á vistheimili, þaðan sem starfskona hvarf

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Innlent

Segir að framundan séu „spennandi tímar fyrir fatlað fólk og öryrkja“

Björn Leifsson
Innlent

Bjössi í World Class segist eiga bílastæðin

Loka auglýsingu