Snekkja hins þýska milljarðamæringsins Tom Schröder liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn við Edition hótelið.
Það væri kannski ekki svo óvenjulegt nema hvað að snekkja Schröder er merkt í bak og fyrir Top Gun myndunum og heitir snekkjan sjálf Maverick. Schröder er það mikill aðdáandi myndanna að hann nefndi son sinn í höfuðið á Pete Mitchell, sem er persónan sem Tom Crusie leikur í myndunum.
Snekkjan er hönnuð til að þess að líkjast flugvélum myndanna eins mikið og mögulegt er og hangir uppi mynd í snekkjunni úr Top Gun sem Tom Cruise áritaði. Þá segist Schröder hafa séð myndirnar oftar en hann getur talið.
Samkvæmt fréttamiðlum erlendis kostaði snekkjan 3.682.200.000 krónur.

Mynd: Víkingur

Mynd: Víkingur

Mynd: Víkingur

Mynd: Víkingur

Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment