
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út viðvörun vegna nýrrar bylgju svikapósta sem sendir eru út í nafni Ríkisskattstjóra.
Í tilkynningu lögreglu segir að með þessum pósti sé verið að reyna að fá fólk til að smella á hlekk sem opnar fyrir aðgang að rafrænum skilríkjum. Lögreglan leggur áherslu á að um sé að ræða svik og að póstarnir eigi, líkt og aðrir svikapóstar, að fara beint í ruslið.

Lögreglan hvetur fólk til þess að „vera athugult og kynna sér m.a. ávallt tölvupóstfang sendanda,“ segir í tilkynningu. Sem dæmi nefnir lögreglan að netfangið [email protected] sé algjörlega ótengt Skattinum. Þá birtist ekki vefurinn island.is ef smellt er á hlekkinn.
Auk þess er heimilisfang Ríkisskattstjóra, sem birtist í pósti netþrjótanna, rangt.
Lögreglan ítrekar mikilvægi þess að fólk fylgist vel með slíkum smáatriðum til að forðast að verða fórnarlamb netglæpamanna.
Komment