
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Karli Helgasyni, 78 ára, búsettum í Kópavogi, en hann hefur til umráða bifreiðina JTD56, sem er ljósgrár Suzuki. Karl, sem er grannvaxinn, gráhærður og 165 sm á hæð, er klæddur í svarta Icewear úlpu, svartar buxur og svarta skó. Karl hefur glímt við veikindi og á það til að villast í akstri.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Karls, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Uppfært:
Karl er fundinn heill á húfi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment