
Mynd: Lára Garðarsdóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir aðstoð almennings við leit að Kaspari Sólveigarsyni, 26 ára, sem fór frá heimili sínu um hádegisbil í gær og hefur ekki spurst til hans síðan.
Kaspar er sköllóttur, með rauðbirkið skegg og hefur áberandi útlitseinkenni; hann er með mörg húðflúr á líkamanum og ber eyrnalokka í báðum eyrum, auk mögulegs nefloks. Ekki liggja fyrir upplýsingar um klæðnað hans að öðru leyti en að hann bar með sér lítinn bláan bakpoka þegar hann fór að heiman.
Lögreglan hvetur alla sem kunna að hafa séð til Kaspars eða hafa upplýsingar um ferðir hans til að hafa tafarlaust samband við Neyðarlínuna í síma 112.
Uppfært: Kaspar er kominn í leitirnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment