1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Til baka

Birtu nýjar upplýsingar vegna hvarfs bresks dreng á Spáni

Móðir hans er talin hafa rænt honum

Oliver
Oliver litliTalið er að móðir drengsins hafi rænt honum

Lögreglan á Spáni hefur gefið út nýjar upplýsingar um rannsókn á hvarfi bresks leikskólabarns sem hvarf í sumar.

Oliver Pugh, 3 ára, sást síðast í ferðamannabænum Marbella á Costa del Sol þann 4. júlí. Faðir hans tilkynnti hann hins vegar ekki týndan fyrr en mánuði síðar. Hvarf hans er nú rannsakað sem „foreldra-rán“, að sögn yfirvalda. Staðfest hefur verið að bæði Oliver og faðir hans eru breskir ríkisborgarar en móðirin er frá Rússlandi.

Talið er að móðir hans hafi rænt honum, þrátt fyrir dómsúrskurð sem bannaði henni að fara með hann úr landi. Lögreglan hefur ekki upplýst um nöfn foreldra drengsins, en gaf nokkra innsýn í aðstæður þeirra:

„Foreldrarnir eru skilin og til er úrskurður sem bannaði móðurinni að taka drenginn út af Spáni. Þau búa öll á Costa del Sol,“ sagði í yfirlýsingu.

Nú hafa yfirvöld gefið út nýja tilkynningu til almennings og staðfest að „rannsóknin sé enn í gangi.“ Lögreglan sagði á föstudag:

„Drengurinn og faðir hans eru breskir en móðirin er rússnesk og búsett í Marbella. Við lítum á þetta sem foreldra-rán. Við teljum að móðirin hafi yfirgefið Spán og farið með drenginn til heimalands síns, Rússlands.“

Vefsíða spænsku miðstöðvarinnar um týnt fólk (CNDES) birti áður ákall vegna málsins, en það hefur nú verið tekið niður. Ekki liggur fyrir hvort dómstóll hafi gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur móðurinni. Þá er ekki vitað hvort Oliver hafi fæðst í Bretlandi, á Spáni eða annars staðar. Foreldrar hans hafa ekki verið nafngreindir.

Í fyrri tilkynningu innanríkisráðuneytisins á vef miðstöðvarinnar stóð meðal annars:

„Oliver hvarf 4. júlí 2025. Fæðingardagur hans er 3. nóvember 2021. Hann var þriggja ára þegar hann hvarf. Hann hvarf í Marbella í Málaga-héraði. Hann er gráeygður, ljóshærður, 85 cm á hæð og 15 kg að þyngd.“

Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um fregnir í spænskum fjölmiðlum þess efnis að faðirinn hafi ekki tilkynnt hvarfið fyrr en 7. ágúst.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Loka auglýsingu