1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

3
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

4
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

5
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

6
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

7
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

8
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Til baka

Lögregla greip inn í þegar hundur var læstur í bíl

Hundur er sagður hafa látist úr hita. Annar hundaeigandi lýsir lífshættulegu hitaslagi.

Hundur í bíl
Ofhitnun á 15 mínútumMyndin tengist ekki efni greinarinnar beint.
Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip inn í aðstæður í gær þegar hundur hafði verið læstur inn í bíl í miðborginni í steikjandi hita.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Í öðru tilviki er fullyrt að hundur hafi látist úr hita í gær. Frásgögnin kemur fram í færslu samtakanna Dýrfinnu, þar sem varað er við hitaslagi hunda.

Í dag mældist 20,1 gráðu hiti í Reykjavík og fór hitinn enn hærra víða um land.

„Við vitum um alla vega 2 hunda sem enduðu á dýraspítala í gær með hita sjokk, en eru báðir á lífi vegna snöggra viðbragða eiganda,“ segir þar, en í uppfærslu er áréttað að þriðji hundur hafi týnt lífi. „Alla vega einn ef ekki fleiri hundar voru ekki svo heppnir og dóu því miður í gær vegna þess,“ segir þar.

Að sögn Önnu Margrétar Áslaugardóttur hjá Dýrfinnu, eru heimildir um andlát hundsins fengnar frá vinafólki.

Annar hundaeigandi, Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir, lýsti því hvernig hundur hennar, Moli, fékk hitaslag í dag. Hún segir frá atvikinu í færslu í Hundasamfélaginu á Facebook.

„Ég er í svo miklu sjokki yfir andvaraleysi mínu sem hefði getað og var mjög nálægt því að kosta litla Gullmolan minn lífið,“ segir hún.

„Vil vara við hitanum sem leikur við okkur þessa dagana. Í gær vorum við út í garði allann daginn og Moli meira og minna úti líka en hélt sér þó mest í skugga. Fórum í pínu lítinn göngutúr en hann hafði ekki mikla orku og labbaði bara mestmegnis við hliðin á mér. Var allt í lagi annars og ískalt vatn úti og inni, en ég skipti alltaf mjög oft um vatn hjá honum því hann vill það kalt,“ lýsir hún.

Um kvöldið fór hún til systur sinnar að horfa á Eurovision, þar sem fyrir var annar hundur sem lék við Mola.

„Allt í einu byrjar Moli að berjast við að anda“
Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir

„Allt í einu byrjar Moli að berjast við að anda og eins og öndunarvegurinn væri að lokast. Ég gríp hann inn í herbergi og sest á gólfið og er að reyna að róa hann þegar ég sé að tungan og tannholdið er byrjað að vera fjólublátt ég panika gríp hann og hleyp með hann út og garga að hringja á lækni, sem frændi minn gerir og er sagt að koma með hann upp á dýraspítalann í Grafarholt sem við vorum sem betur fer ekki það langt frá,“ lýsir hún.

„Við brunum af stað með hann og þá er munnurinn orðinn svartur og ýlir bara í honum ég farin að hrista hann og reyna að blása í hann og var viss um að hann væri að fara. Þegar við komum á spítalann sáu þær strax hvað var að ske hann var með hita krampa og var strax settur í súrefni, vafinn í nokkur rennibraut köld handklæði, vökva í æð og sterasprautu.“

Moli var meðhöndluður í einhverja klukkutíma í viðbót. „Næstu klukkutímana dýfðum við loppunum í kalt vatn reglulega, en þær voru sjóðandi heitar. Við vorum í sirka þrjá tíma á spítalanum en það var annar hundur sem var út af sömu ástæðu þarna og var búinn að vera í átta tíma og yrði þar lengur elsku dýrið, því hann var ekki að ná sér eins fljótt og Moli.“

Eftir hitakófið í gær dvaldi Moli innandyra í dag.

„Moli er allur að koma til en við ætlum bara að fórna sólardeginum í dag og chilla í kósý inni.“

Ummerki um hitaslög hunda eru listuð upp hér í færslu Dýrfinnu, sem og æskileg viðbrögð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Óvenjuleg skotmörk í baráttu rússneskra stjórnvalda gegn LGBTQ+
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“
Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Loka auglýsingu