1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Til baka

Þrjár bækur hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Lóa Hlín, Rán, Elías Rúni og Mars eru sigurvegarar ársins.

barnabokaverdlaun
Lukkulegir sigurvegarar.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður dómnefndar, Elías Rúni, Mars Proppé, Rán Flygenring og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Mynd: Reykjavik.is

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða síðdegis á síðasta vetrardegi, en það var Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sem afhenti verðlaunin. Um er að ræða elstu barnabókaverðlaun landsins, en þau voru fyrst veitt árið 1973 og hafa verið veitt árlega í núverandi mynd frá árinu 2016, í þremur flokkum: frumsamin verk á íslensku, myndlýsingar og þýðingar.

Í ár bárust dómnefndinni 66 handrit til skoðunar, og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki áður en úrslitin voru kynnt. Dómnefndina skipuðu Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, sem gegndi formennsku, ásamt Arngrími Vídalín og Bergrúnu Öddu Pálsdóttur.

Verðlaunahafar ársins 2025 eru eftirfarandi:

  • Frumsamið efni: Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur (útg. Salka).
  • Myndlýsingar: Tjörnin eftir Rán Flygenring (útg. Angústúra).
  • Þýðing: Kynsegin eftir Maia Kobabe, í þýðingu Elíasar Rúna og Mars Proppé (útg. Salka).

Verðlaunin eru veitt í þeim tilgangi að styðja við og efla vandað barna- og ungmennabókmenntaefni á Íslandi.

Hér fyrir neðan má lesa umsögn dómnefndar um bækurnar:

Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Útgefandi: Salka.

Lóa Hjálmtýsdóttir er enginn nýgræðingur í því að sprengja fólk á öllum aldri úr hlátri og Mamma sandkaka er þar engin undantekning. Bókin er sjálfstætt framhald af Mamma kaka, sem er afskaplega fyndin bók, en hér gengur Lóa jafnvel lengra í húmornum. Hér ríkir eintóm gleði og foreldrar fá talsvert fyrir sinn snúð á sama tíma og börnin.

Tjörnin eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra.

Í Tjörninni sjáum við sannkallað ævintýri í garðinum þar sem er svo svakalega margt í gangi. Við hvern lestur þá sýna myndirnar okkur eitthvað nýtt og á sama tíma gefa þær sögunni svo mikla dýpt. Teikningarnar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stundum geta þær meira að segja stöðvað tímann. Rán hefur hér gefið okkur kunnuglegan en jafnframt ævintýralegan heim.

Kynsegin eftir Maia Kobabe, þýðing: Elías Rúni og Mars Proppé. Útgefandi: Salka.

Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáldsöguna Kynsegin, sjálfsævisögu þar sem Maia Kobabe segir frá því hvernig hán fann sjálft sig eftir margra ára sjálfsefa og óvissu. Þessi teiknimyndasaga er listilega gert verk um mikilvægt málefni og hefur án efa verið áskorun fyrir þýðendurna tvo sem leystu ýmiss konar vandamál af lagni og virðingu fyrir efninu.

Hér má svo sjá aðrar bækur sem tilnefndar voru:

Frumsamin skáldverk 

  1. Kúkur, piss og prump, Sævar Helgi Bragason, útgefandi JPV
  2. Stórkostlega sumarnámskeiðið, Tómas Zoëga, útgefandi Mál og menning
  3. Kasia og Magdalena, Hildur Knútsdóttir, útgefandi JPV
  4. Kóngsi geimfari, Laufey Arnardóttir, útgefandi Lofn

Myndlýsingar

  1. Matti og Maurún, Laufey Jónsdóttir, útgefandi Bókafélagið
  2. Kúkur, piss og prump, Elías Rúni, útgefandi JPV
  3. Skrímslaveisla, Áslaug Jónsdóttir, útgefandi Mál og menning
  4. Tumi fer til tunglsins, Lilja Cardew, útgefandi Bókabeitan

Þýðingar

  1. Risaeðlugengið: Leyndarmálið, Sverrir Jakobsson, útgefandi Mál og menning
  2. Matti og Maurún, Andreas Guðmundsson Gähwiller, útgefandi Bókafélagið
  3. Lockwood og co: Öskrin frá stiganum, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, útgefandi Kver bókaútgáfa
  4. Ég og Milla: Allt í köku, Jón St. Kristjánsson, útgefandi Vaka Helgafell
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Dóttir mannsins segir ekkert hafa verið gert til að bjarga honum
Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna
Menning

Valur segir Leonard Cohen hafa séð fyrir endalok Bandaríkjanna

„Þetta hljómaði hálf-klikkað árið 2012 en virðist nú vera að raungerast“
„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“
Menning

„Sumarnætur á Íslandi geta verið svo kraftmiklar, bjartar og rómantískar“

Salka Sól er úr gulli gerð
Menning

Salka Sól er úr gulli gerð

Gugga Lísa kveður móður sína
Myndband
Menning

Gugga Lísa kveður móður sína

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Loka auglýsingu