
Áhrifavaldurinn Fabiola Alejandra Caicedo Piña, sem gekk undir nafninu China Baby, á samfélagsmiðlum fannst látin í júní eftir að hafa verið týnd í nokkurn tíma.
Piña, sem bjó í Perú, fannst í verksmiðju, í borginni Lima, sem hreinsar vatn og fannst lík hennar í mörgum bútum í verksmiðjunni. Lögreglunni tókst að bera kennsl á líkið út frá húðflúrum á því en það fannst við hefðbundið eftirlit í verksmiðjunni.
Samkvæmt lögregluyfirvöldum tók marga daga að ná líkinu úr vatninu í verksmiðjunni og eru hlutar þess ennþá týndir. Piña flutti til Perú frá Venesúela með fyrrverandi kærasta sínum en hann tók eigið líf árið 2022 og kenndi fjölskylda kærastans Piña um.
Andlát Piña er í rannsókn hjá yfirvöldum og grunur leikur á að andlátið tengist mansali. Lögreglan hefur þó ekki neinn undir grun að svo stöddu.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Komment