Sólveig Anna hjá Eflingu talar tæpitungulaust og nú talar hún um fána Palestínu sem flaggað var af Reykjavíkurborg í gær við góðar undirtektir flestra, en ekki allra:

„Getur óforskammað fólk dyggðaskreytt með því að flagga fánum kúgaðs fólks?“ spyr hún og svarar sjálfri sér að bragði, „já.“
Spyr aftur:
„Ætlum við af þeim sökum ekki að lýsa yfir ánægju með að fáni Palestínu hafi loksins verið dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur?“
Og svarar sér aftur:
„Nei, að sjálfsögðu ekki. Við eigum að fagna og skilja að árangur hefur náðst.“
Sólveig vill ekki að fólk sé „fast í dogmatískri nálgun um að aðeins allt eða ekkert sé í boði“ enda telur hún slíkt vera „barnalegt og gerir ekki gagn.“

Sólveig spyr einnig hvort fáninn stöðvi þá viðbjóðslegu stríðsglæpi og þjóðarmorð sem framið er núna á fólkinu á Gaza með stuðningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Hún svarar þeirri spurningu neitandi, en segir að það sé „engu að síður mikilvægt að fáninn sjáist sem oftast og sem víðast. Það ætti að vera augljóst. Lifi frjáls Palestína og death, death to the IDF!“
Komment