
Leiðsögumaðurinn Grétar Bragason bjargaði jeppa sem hafði sokkið við Mælifellssand en Mannlíf sagði frá málinu í gær.
Erlendur maður, sem að sögn Grétars hefur búið á Íslandi síðastliðin 12 ár, festi bíl sinn í sandinum í flæðunum austan við Mælifell og var að rembast við að ná bílnum aftur. Við þær tilraunir festist annar jeppi en Grétar náði að draga þann bíl aftur á þurrt land.

„Hann var þarna að reyna að bjarga sínum eigin bíl, þessum hvíta sem hann festi í gær í holu. Kom þá á ennþá stærri bíl og festi hann í því brasi. Svo voru fleiri mættir þarna seinnipartinn í gær að reyna að bjarga þessum hvíta sem er bara að sökkva þarna ofan í sandinn,“ segir Grétar í samtali við Mannlíf.
Að sögn Grétast er hvíti jeppinn algjörlega fastur í sandinum.
„Það var ekki hægt að komast einusinni inn í hvíta bílinn hann var orðin svo grafinn niður í sandinn.“
Þann 17. júlí birti mbl.is viðtal við Árna Tryggvason leiðsögumann, sem varaði við ferðalögum við Mælisand vegna mikilla vatnavaxta sem þar komi í bylgjum vegna mikilla hitabreytinga.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið frá björguninni.
Komment