Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að ökumaður hafi verið handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í miðbænum, en hann var einnig próflaus.
Óskað var aðstoðar vegna ógnandi manna í miðbænum.
Þá var óskað aðstoðar vegna umferðarslyss, en þar hafði bifreið runnið til á veginum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Ekki varð slys á fólki.
Óskað aðstoðar vegna hópslagsmála í Laugardalnum.
Samkvæmt lögreglu var óskað eftir aðstoð vegna óvelkomins aðila með leiðindi framan við veitingahús í Kópavogi
Tveir bílar skullu saman í Breiðholti en ekki urðu nein slys á fólki og þá var fartölvu stolið í Árbænum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment