1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

8
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Landsbankinn græddi þúsund krónur á sekúndu

Bankinn hagnast meira en í fyrra.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Bankastjóri LandsbankansLilja Björk Einarsdóttir hefur leitt Landsbankann í vaxandi hagnað.
Mynd: Landsbankinn

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er aukning úr 7,2 milljörðum króna á sama tíma í fyrra.

Arðsemi eigin fjár eykst þónokkuð, úr 9,3% á sama tíma í fyrra í 10% nú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Landsbankinn er í eigu íslenska ríkisins.

Afkomutölurnar sýna að hagnaðurinn var 86 milljónir á hverjum degi. Hann var 3,6 milljónir á klukkustund og 60 þúsund krónur á hverri mínútu. Og þar af leiðandi hagnaðist Landsbankinn um þúsund krónur á hverja sekúndu, alla daga og allan sólarhringinn á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Bankastjórinn, Lilja Björk Einarsdóttir, segir að afkoman hafi verið „traust“.

„Traustur rekstur bankans gerir okkur kleift að viðhalda 2,1% vaxtamun heimila en skila jafnframt ásættanlegri arðsemi í rekstri bankans og greiða hluthöfum jafnan arð. Bankinn er með ánægðustu viðskiptavini meðal viðskiptabankanna. Árangur bankans er góður og starfsfólk leggur sig fram við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Þrátt fyrir krefjandi ytra umhverfi er bankinn í sterkri stöðu til að styðja við íslenskt samfélag.“

Hreinar vaxtatekjur, sem eru munur á innláns- og útlánsvöxtum, voru 14,8 milljarðar króna en þær námu 14,4 milljörðum króna á sama tímabili 2024. Helst það rétt tæplega í hendur við þróun verðlags á sama tímabili.

Sterk afkoma kemur þrátt fyrir að „óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum [hafi sett] mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti.“

Lánshæfismat Landsbankans styrkist nýverið. „Á mánudaginn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-,“ segir bankastjórinn.

Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa vegna reksturs síðasta árs. Íslenska ríkið á meira en 98% hlutafjár í bankanum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Neytendur vörunnar eru beðnir um að farga henni
Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Tískudrottningin var fyrir fjárhagslegu áfalli vegna bruna
Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum
Peningar

Sautján Akureyringar sem raka inn seðlum

Loka auglýsingu