1
Peningar

Sautján Reykvíkingar sem synda í seðlum

2
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu fæðubótarefni

3
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

4
Peningar

Fyrirtæki Guðrúnar hagnaðist vel

5
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

6
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

7
Heimur

Charlie Sheen vill komast í samband við fyrrum meðleikara sinn

8
Landið

Fornleifar í Fagradal varpa nýju ljósi á landnám á Austurlandi

9
Menning

Nanna kom, sá og sigraði

10
Peningar

Auður er þrefaldur forstjóri

Til baka

Landlæknir styður hinsegin fólk

Þegar mannréttindi hinsegin fólks eru ekki virt getur það haft alvarleg áhrif á heilsu segir Landlæknir

María Heimisdóttir
María Heimisdóttir landslæknirTekur afstöðu með trans fólki.
Mynd: Embætti Landlæknis/Olga Björt Þórðardóttir

Í pistli sem embætti Landlæknis hefur birt á samfélagsmiðlum tekur embættið afstöðu með hinsegin fólki en miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um hinsegin fólk og þá sérstaklega trans fólk eftir ummæli Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í Kastljósi í gær þar sem rætt var um stöðu trans fólks á Íslandi og í heiminum.

„Meginhlutverk embættis landlæknis er að stuðla að heilbrigði landsmanna - allra landsmanna,“ stendur í tilkynningu embættisins. „Heilsa mótast m.a. af samfélagslegum aðstæðum, viðhorfum og aðgengi að þjónustu og ein grundvallarforsenda góðrar heilsu er að njóta mannréttinda. Þegar mannréttindi hinsegin fólks eru ekki virt getur það haft alvarleg áhrif á heilsu. Þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir og líkamleg vanlíðan eru algengari meðal þeirra sem verða fyrir félagslegri útskúfun eða ofbeldi. Þetta er ekki vegna þess að hinsegin fólk sé veikara, síður en svo – heldur vegna þess að samfélagið hefur oft brugðist þeim.“

Þá segir í pistlinum að mannréttindi sé þannig ekki aðeins siðferðileg krafa heldur lífsnauðsynleg forsenda heilsu. Í þessu felist réttur til að lifa lífinu án þess að þurfa að vera í felum með kynvitund og kynhneigð, án ótta við mismunun, ofbeldi eða útilokun. Þá segir einnig að öll eigi rétt á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og að ginsegin fólk geti þurft sérhæfða þjónustu, t.d. í tengslum við kynstaðfestandi meðferð, HIV-forvarnir eða geðheilbrigði. Mannréttindi tryggja að slík þjónusta sé veitt af virðingu, fagmennsku og án fordóma. Og við eigum öll rétt á vernd gegn mismunun - því miður eru of mörg dæmi þar sem hinsegin einstaklingar upplifa fordóma, sem getur leitt til vantrausts og þess að fólk forðist að leita sér heilbrigðisþjónustu. Að þessu þurfum við að hyggja.

Embætti telur að lausnin liggi í virðingu.

Snorri Másson
Snorri Másson, þingmaður MiðflokksinsHefur verið gagnrýndur fyrir ummæli sín í Kastljósi
Mynd: Víkingur

„Að tryggja mannréttindi hinsegin fólks er ekki aðeins réttlætismál – það er heilbrigðismál. Þegar fólk fær að vera það sjálft, lifa í öryggi og fá þjónustu sem tekur mið af þeirra þörfum, þá fær það tækifæri til að njóta bestu heilsu.“

Þá segir embættið að mannréttindi séu ekki lúxus heldur líf og fyrir hinsegin fólk eru þau lykillinn að lífi í heilbrigði, mannlegri reisn og von. „Embætti landlæknis hvetur alla landsmenn til að tryggja mannréttindi fyrir okkur öll sem hér búum, þannig byggjum við sterkara og betra samfélag. Mannréttindi fyrir öll eiga að vera sjálfgefin, þú þarft ekki að skilja, þú þarft bara að virða,“ stendur að lokum í pistlinum

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Þátttaka í fjöldafundi gæti grafið undan trausti til blaðamanna, að sögn framkvæmdarstjóra Blaðamannafélagsins
„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Júlí Heiðar fær ekki nóg
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

Ísraelar drepa 28 börn á hverjum einasta degi
Heimur

Ísraelar drepa 28 börn á hverjum einasta degi

Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Þátttaka í fjöldafundi gæti grafið undan trausti til blaðamanna, að sögn framkvæmdarstjóra Blaðamannafélagsins
Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Loka auglýsingu