
Bíllinn kom í gegnum ÞorlákshöfnMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Quintin Soloviev
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við tollgæsluna og lögregluna á Suðurlandi, hefur lokið rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í sumar, en þá fundust tæplega sex kíló af kókaíni í bifreið sem var flutt með fragtskipi til Þorlákshafnar en greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglu.
Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en upphaflega voru sex manns handteknir vegna þess í júlí. Við aðgerðir því tengdu var enn fremur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Málið er nú komið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment