Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kiló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleitir í umdæminu í vikunni samkvæmt tilkynningu frá embættinu.
„Fjórir voru handteknir í þessum aðgerðum, en í þeim var enn fremur stöðvuð kannabisræktun á tveimur stöðum. Fjórmenningarnir eru grunaðir um umfangsmikla og skipulagða sölu og dreifingu fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu, framleiðslu þeirra og peningaþvætti. M.a. sölu fíkniefna í gegnum samfélagsmiðla,“ segir í tilkynningunni.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu en við aðgerðirnar naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment