
Fyrirtækið Grafa og grjót ehf. átti lægsta tilboð í endurgerð götunnar„Vatnsskúlptúrinn var gerður samhliða þessum lagnaframkvæmdum,“ segir starfsmaður borgarinnar.
Mynd: Víkingur
Myndband af bíl sem hefur verið lagt ofan á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok.
Í myndbandinu sést að skrúfað er frá vatnsflæði skúlptúrsins og sprautast vatnið undir bílinn en ekki má leggja bílum á þennan hluta götunnar þar sem um er að ræða göngugötu.
„Um er að ræða vatnsskúlptúr sem var hluti af framkvæmdum við endurgerð Hafnarstrætis á milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu árið 2017,“ sagði Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Reykjavíkurborg, um listaverkið við Mannlíf í sumar en slökkt hafði verið á vatnsflæðinu í langan tíma þar til í sumar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment