
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hélt upp á sextugsafmæli sitt um helgina með stæl en ef marka má ljósmyndir og myndskeið sem hún birti á Instagram var hörkufjör í veislunni.
Í myndskeiði sem birtist í story hjá Þorgerði Katrínu á Instagram má sjá þær Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, syngja úr sér lungun fyrir afmælisbarnið. Lagið sem stöllurnar sungu var lagið (Simply) The Best eftir Velsku söngkonuna Bonnie Tyler en betur þekkt í flutningi Tinu Turner.
Eins og sjá má í myndskeiðinu syngja ráðherrarnir lagið af lífs og sálarkröftum en eitthvað virðist textinn hafa skolast til rétt í lokin en það skiptir engu máli, það er hugurinn sem skiptir máli.
Komment