1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Kristrún og Hildur deila um frum­varp: „Er fjár­málaráðherra hætt­ur?“

Þingkona Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir rík­is­stjórn­ina ósam­stiga og bend­ir á að frum­varp um bæt­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins hafi verið samþykkt þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir fjár­málaráðherra. For­sæt­isáðherra þver­tek­ur fyr­ir staðhæf­inguna og seg­ir rík­is­stjórn­ina stolta af frum­varp­inu.

Kristrún Frostadóttir og Hildur Sverrisdóttir.
Kristrún og Hildur ósammálaForsætisráðherra þvertekur fyrir staðhæfingar Hildar.
Mynd: Samsett mynd.

Þingkona Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, seg­ir rík­is­stjórn­ina ósam­stiga og bend­ir á að frum­varp um bæt­ur al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins hafi verið samþykkt þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir fjár­málaráðherra.

Kristrún Frostadóttir for­sæt­isáðherra þver­tek­ur fyr­ir staðhæf­ingu Hild­ar: Seg­ir rík­is­stjórn­ina afar stolta af frum­varp­i sínu.

Hild­ur spurði Kristrúnu um skipu­lag rík­is­stjórn­ar­inn­ar í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi fyrr í dag:

„Rík­is­stjórn­inni er tíðrætt um að vera sér­lega sam­stiga í öll­um sín­um störf­um og er það vel. En það er nú reynd­ar svo að at­vik síðustu vikna benda til þess að svo sé kannski alls ekki,“ sagði Hild­ur í samtali við mbl.is.

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra gerði ný­lega miklar at­huga­semd­ir við frum­varp Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, varðandi teng­ingu bóta al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins við launa­vísi­tölu í minn­is­blaði er fjár­málaráðuneytið sendi vel­ferðar­nefnd:

„Það virðist vera ákveðið þema hjá þess­ari rík­is­stjórn að hlusta ekki á þær fag­legu at­huga­semd­ir sem ber­ast um mál,“ sagði Hild­ur og bætti því við að það væri ekk­ert til sem kallaðist álit fjár­málaráðuneyt­is­ins; allt sem kæmi úr þeirri átt væri í nafni sem og á ábyrgð fjár­málaráðherra:

„Er hæst­virt­ur fjár­málaráðherra hætt­ur í þess­ari rík­is­stjórn eða hafa hans sjón­ar­mið ekk­ert vægi við rík­is­stjórn­ar­borðið, hið sam­henta rík­is­stjórn­ar­borð?“ spurði hún í þinginu.

Forsætisráðherra kom þá í pontu og sagði að fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar væru þær að stöðva kjaragliðnun hóps­ins sem bæt­urn­ar ættu við. Hún sagði einnig að búið væri að fjár­magna fyr­ir­ætlan­irn­ar og því um póli­tíska for­gangs­röðun hér að ræða. Kom fram í máli Kristrúnar að Daði hefði samþykkt frum­varpið og tekið fram að í minn­is­blaðinu væri helst verið að leggja áherslu á kostnaðinn sem aðgerðunum fylgdi. Það þyrfti að fjár­magna fyr­ir­ætlan­irn­ar og það er rík­is­stjórn­in að gera samkvæmt orðum Kristrún­ar:

„Þessi rík­is­stjórn er sam­stiga. Það ligg­ur al­veg fyr­ir. Þetta var samþykkt ein­róma út úr rík­is­stjórn og við erum stolt af þessu frum­varpi.“

Hild­ur hélt áfram og benti á skoðanamun á milli Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Sig­ur­jóns Þórðar­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, varðandi fjölda leyfi­legra daga í strand­veiðum.

Í frum­varpi at­vinnu­vegaráðherra kemur fram hvort skoða ætti að minnka leyfi­legt magn á hverj­um degi til að mæta fjölda daga:

„Hér er búið að dreifa þessu frum­varpi og ekki búið að leiðrétta þessi orð eða ekki búið að prenta það upp á nýtt eða dreifa aft­ur. Því er rétt að spyrja hæst­virt­an for­sæt­is­ráðherra, verk­stjór­ann, hvort sé rétt. Kem­ur til greina að gera þess­ar breyt­ing­ar? Hvor er að segja satt,“ spyr Hild­ur.

Að mati Kristrúnar segja báðir aðila satt og rétt frá og hún bættiþví svo við að at­vinnu­vegaráðherra hefði lýst því yfir að eigi stæði til að minnka dag­legt magn:

„Það er ekk­ert óeðli­legt við nefnd­ar­yf­ir­ferð að alls kon­ar val­kost­um sé velt upp, sér­stak­lega ef fólki finnst þetta vond hug­mynd eða hefði viljað gera þetta með öðrum hætti en kem­ur fram í frum­varp­inu.“

Að endingu sagði Kristrún rík­is­stjórn­ sína standa á bak við frum­varpið; sagði vilja til staðar til að rýmka fyr­ir heim­ild­um.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu