1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Kristrún neitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun fyrirmæli

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir beinum orðum að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa sautján ára dreng frá Kólumbíu úr landi, en að það hafi fyrst og síðast verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Kristrún Frostadóttir mynd Samfylkingin
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.Segir að Víðir Reynisson ekki hafa gefið Útlendingastofnun nein fyrirmæli.
Mynd: Samfylkingin.

Forsætisráðherra segir að Útlendingastofnun hafi verið í lófa lagið að vísa unglingspilti frá Kólumbíu úr landi; það hafi hins vegar verið ákvörðun stofnunarinnar að gera það ekki.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks saumuðu ansi hressilega að forsætisráðherra vegna ákvörðunar formanns allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis að upplýsa Útlendingastofnun að hinn sautján ára Oscar Florez frá Kólumbíu fengi nánast örugglega íslenskan ríkisborgararétt. Varð það til þess að Útlendingastofnun frestaði því brottflutningi drengsins á þriðjudaginn.

Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra sakaði formanninn, Víði Reynisson, um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum út úr nefndinni með því að upplýsa Útlendingastofnun um málið; því hafi hann haft pólitísk sem og ólögmæt afskipti til að framkalla niðurstöðu sem honum væri þóknanleg:

„Þegar einstakir þingmenn í meiri hluta ríkisstjórnarinnar telja sér heimilt að grípa fram fyrir hendur kerfisins í krafti stöðu sinnar þá er það ekki aðeins óboðlegt heldur grefur það undan trausti á kerfinu, jafnræði umsækjenda og lögmæti ákvarðana,“ sagði Guðrún við fréttastofu RÚV.

For­stjóri Út­lend­inga­stofn­un­ar vildi stað­fest­ingu frá Víði að dreng­ur­inn fengi rík­is­borg­ara­rétt.

Þingmaður Miðflokksins, Ingibjörg Davíðsdóttir, heimtaði líka skýringa frá forsætisráðherra:

„Það getur ekki talist eðlilegt að einstaklingar sem uppfylla ekki skilyrði til hælis og fá synjun um vernd frá tveimur stjórnsýslustigum geti leitað ásjár Alþingis og fengið vernd þannig, nánast með loforði um veitingu ríkisborgararéttar. Hér hefur verið opnað pandórubox með inngripi formanns allsherjarnefndar og jafnvel er talið að viðkomandi hafi brotið stjórnsýslulög með inngripi sínu.“

Forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, sagði að stór og mikil orð um gagnaleka hafi verið látin falla í þinginu og minnti um leið fólk á að stjórnsýslulög gildi ekki um störf löggjafarvaldsins; Kristrún þverneitaði með öllu að Víðir hafi gefið Útlendingastofnun nokkur fyrirmæli í málinu: Hann hafi einungis verið að upplýsa hana um stöðu málsins:

„Það er Útlendingastofnun sjálf sem ákvað að aðhafast eitthvað í þessu máli og vitnar í því samhengi í heimild sem þau hafa. Þau þurftu ekkert að bregðast við þessum upplýsingum.“

Kristrún benti enn fremur á að fyrirkomulag þetta hafi verið viðhaft á þinginu um langt árabil og ef þingmönnum þætti tilefni til að breyta því, þá væri það alfarið ákvörðun þingsins:

„En það er hægt að fletta því upp, áraraðir aftur í tímann, þar sem fólk er að taka mynd af sér með fólki, sem hefur áður fengið synjun á öðrum stigum, eftir að hafa veitt þeim ríkisborgararétt hér inni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu