1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

6
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

9
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

10
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Til baka

Kristrún gerir ekki það sama og Bjarni Ben

Launahækkanir fyrir æðstu ráðamenn ganga í gegn óskertar.

Kristrún Frostadóttir1
Kristrún FrostadóttirForsætisráðherra grípur ekki inn í launahækkun.
Mynd: AFP

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun ekki fara að fordæmi forvera sinna, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur, og grípa inn í launahækkun æðstu ráðamanna.

Laun ráðherra, þingmanna, forseta Íslands og æðstu embættismanna munu hækka um 5,6% næstu mánaðarmót. Það er mun hærra en kjarasamningsbundnar hækkanir á almennum vinnumarkaði, sem í grunninn eru 3,5%, en þó lægra en þróun launavísitölu, sem hækkað hefur um 8,2% á einu ári.

Í krónutölu talið er hækkunin mun meiri en hjá meðallaunafólki. Með launahækkuninni hækka laun forsætisráðherra 154 þúsund krónur, laun ráðherra um 139 þúsund krónur og forseta Íslands um 250 þúsund krónur.

Hækkunin fylgir útreikningi Hagstofunnar á vísitölu launa ríkisstarfsmanna og kemur inn sjálfvirkt. Síðustu tveir forsætisráðherrar hafa hins vegar gripið inn í hækkunina til að „sýna gott fordæmi“ og vinna gegn aukinni verðbólgu.

Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarp síðasta sumar til að setja þak á launahækkanir æðstu ráðamanna, þannig að þær færu ekki yfir 66 þúsund krónur á mánuði.

Rökstuðningur Bjarna í frumvarpinu um inngripið í júní í fyrra var að ráðamenn ættu að sýna gott fordæmi í baráttu gegn verðbólgu: „Þannig verði tryggt að hækkun launa þessara aðila skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Er þá horft til þess að aðstæður eru þannig að afar brýnt er að þeir sem njóta bestu launakjara hjá ríkinu gangi á undan með góðu fordæmi og axli ábyrgð á að stöðva verðbólguþróun sem gæti orðið mjög skaðleg fyrir samfélagið allt.“

Með ákvörðuninni í fyrra var áætlað að ríkissjóður myndi spara 238 milljónir króna.

Katrín Jakobsdóttir lagði líka fram frumvarp árið áður þar sem launahækkanir voru takmarkaðar við 2,5%.

„Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni af þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Kristrún Frostadóttir í samtali við Vísi. Þar segir hún að sér hugnist ekki að „handstýra þessum launahækkunum“.

Mannlíf sendi fyrirspurn á aðstoðarmenn forsætisráðherra og félagsmálaráðherra á þriðjudag. Ekki hefur borist svar frá ráðherrunum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu