
„Fréttir morgunsins frá Gaza: Þrír blaðamenn drepnir í árás Ísraelshers á Al Ahli sjúkrahúsið, Ismail Baddah, sem sést á myndinni á börum félaga sinna, er einn þeirra. Það er enn verið að gera að sárum fleiri blaðamanna sem eru í krítísku ástandi svo talan gæti hækkað.“ Þannig hefst Facebook-færsla Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem hann birti í hádeginu í dag.
Kristinn heldur áfram:
„Þessir þrír eru hluti af þeim 70 sem hefur verið slátrað á síðasta sólarhring í þjóðarmorðinu.“
Ritstjórinn segir einnig frá því að á Vesturbakkanum hafi „dýróðir svokallaðir landnemar“ kveikt í heimilum Palestínumanna í tilraun til þess að brenna þá lifandi.
Þá segir hann gervifyrirtæki sem hafi verið stofnað til að vígvæða hungursneyðina á Gaza, hafi ákveðið annan daginn í röð að dreifa engum mat á svæðið.
„Búið að er að skilgreina litla svæðið þar sem dreifa á mat og skrá alla sem sækja sér aðstoð inní útrýmingarbúðirnar, sem vígvöll. Ísraelsher getur því haldið áfram að slátra þeim sem reyna að ná sér í matarörðu til að halda sér á lífi.“
Að endingu bendir Kristinn á að Bandaríkjastjórn hafi nú eitt þjóða beitt neitunarvaldi til að hindra ályktun um vopnahlé.
„Bandaríkjastjórn beitir eitt ríkja neitunarvaldi innan Sameinuðu þjóðanna til að hindra ályktun um vopnahlé.
Sem sagt, allt við það sama.
Ekkert að frétta.“
Komment