
Alls voru 71 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá 17:00 - 05:00 en tveir gista fangageymslur. Hér koma nokkur dæmi.
Í miðbæ Reykjavíkur var konu vísað á brott úr fjölbýlishúsi þar sem hún var til vandræða. Var hún í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna. Þá var annar aðili til vandræða í miðborginni en hann var handtekinn eftir að hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglunnar en var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Þá voru tveir aðilar til viðbótar i miðborginni handteknir þar sem þeir voru til vandræða. Eftir að þeir höfðu verið fluttir á lögreglustöð og skýrsla tekin af þeim, var þeim frjálst að fara.
Par í Hafnarfirði var nappað við að stela úr verslun en málið var afgreitt á vettvangi.
Tvær konur voru í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði en lögreglan hafði af þeim afskipti. Að lokum var maður í sama bæ handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna slagsmála og eignarspjalla.
Komment